Framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021

Kvik­mynd­in Agnes Joy verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2021.  Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands. 93. Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in þann 25.Apríl 2021, en til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna verða kynnt­ar 15. mars 2021. Agnes Joy, sem einnig […]

Eddan 2020 – Tilnefningar

Tilnefningar til Eddunnar 2020 hafa nú verið gerðar opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 10:00 og 12:30 í dag, föstudaginn 6. mars. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar […]

Eddan 2020 – Tilnefningar og verðlaunahátíð

Edduverðlaunahátíðin í ár verður haldin í Origohöllinni, Valsheimilinu Hlíðarenda þann 20. mars næstkomandi. Tilnefningarnar verða kynntar á föstudaginn 6. mars á vefmiðlum ruv.is og Facebook síðu Eddunnar. Nánari dagskrá auglýst síðar.

RIFF kvikmyndahátíð fer fram dagana 26. september – 6. október

RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldin er í  Reykjavík og fer fram dagana 26. september – 6. október næstkomandi. Á hátíðinni í ár er fjölbreytt og spennandi dagskrá sem flestir meðlimir ÍKSA ættu að hafa áhuga á. RIFF stendur yfir í ellefu daga og býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og […]

Eddan 2019

Edduverðaunahátiðin fór fram í Austurbæ í gær, föstudaginn 22.febrúar 2019. Þar voru veitt verðlaun í  26 flokkum fyrir það sem þótti standa upp í íslenskri þátta og kvikmyndagerð árið 2019. Einnig hlaut Egill Eðvarðsson heiðursverðlaun ársins. Hér að neðan er listinn yfir sigurvegara kvöldsins: Barna- og unglingaefni Lói – Þú flýgur aldrei einn Framleitt af GunHil […]

Tilnefningar fyrir Edduverðlaunin 2019

Tilnefningar til Eddunnar 2019 voru tilkynntar í beinni útsendingu á ruv.is og facebook síðu Eddunnar kl. 13.00 í dag. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunni og nú eru liðin tuttugu ár frá því því fyrstu verðlaunin voru veitt.  Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessi […]

Edduverðlaunahátíðin 2018

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar var sigursælust á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór í kvöld fóru heim með tíu verðlaun. Kvikmyndin Undir trénu kom þar næst með sjö verðlaun. Fangar fengu meðal annars verðlaun sem besta leikna sjónvarpsefnið og fyrir handrit, klippingu og kvikmyndatöku ársins. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki en þar bar svo við að […]

Tilnefningar til Edduverðlauna fyrir árið 2017

Valnefndir fyrir Edduverðlaunin hafa lokið störfum og skilað af sér niðurstöðum um það hverjir eru tilnefndir til Edduverðlauna fyrir árið 2017.  Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar velja nú á milli þeirra tilnefndu og kjósa um verðlaunahafana. Þetta er í 19. skiptið sem Edduverðlaunin eru veitt og fer viðburðurinn fram á Hótel Hilton þann 25. febrúar og […]

Eddan 2017

  Kvikmyndin Hjartasteinn sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2017 sem haldin var í kvöld og fékk alls níu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Besti leikari var valinn Blær Hinriksson fyrir Hjartasteinn, og Hera Hilmarsdóttir valin besta leikkonan fyrir Eiðinn. Edduna fyrir aukahlutverk fengu þau Gísli Örn Garðarsson […]

Tilnefningar til Eddunar 2017

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2017 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 1. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga. Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst föstudaginn 3. febrúar og lýkur 20. febrúar. Eddan 2017 uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- […]