Frá stjórn ÍKSA varðandi mönnun valnefnda

Stjórn ÍKSA tekur til greina gagnrýni hvað varðar kynjahalla í valnefndum árið 2023. Konur í valnefndum í ár voru 14 en karlar voru 24 þrátt fyrir að upphafleg mönnun valnefnda hafi verið með jöfnum kynjahlutföllum.  Við mönnun valnefnda horfir stjórn ÍKSA samkvæmt starfsreglum til faglegrar þekkingar, kynjahlutfalls og að viðkomandi sé ekki með innsent verk […]

Úrslit Eddunnar 2023

Í kvöld var Eddan 2023 haldin við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Hátt í 1000 manns mættu á hátíðina og var heldur betur kátt á hjalla. Eins og áður hefur komið fram hafa aldrei borist fleiri innsendingar til Eddunnar frá framleiðendum en fyrir árið í fyrra. Verbúðin er ótvíræður sigurvegari kvöldsins með heil 9 verðlaun, þar […]

Þín bíður veisla inn á Netvarpi Eddunnar

Netvarp Eddunnar hefur verið opnað og kosning er að hefjast. Allir kjörgengir meðlimir ÍKSA geta nú skráð sig inn og horft á tilnefnd verk til Eddunnar 2023.  Innskráning er á slóðinni: innskraning.eddan.is og notast er við Rafræn skilríki til innskráningar.  Kosning akademíunnar Kosningin fer fram rafrænt dagana 3.- 14. mars.Allir þeir sem hafa greitt aðildagjöld ÍKSA fá kjörseðil sendann í tölvupósti.  Tilnefnd […]

Tilkynning varðandi flokkinn Handrit ársins

Stjórn ÍKSA hefur falið framkvæmdastjóra að óska eftir að valnefnd handrita hefji störf að nýju og meti hvort handrit Verbúðarinnar hljóti tilnefningu í flokknum Handrit ársins. Ákvörðun þessi var tekin í gær, 5. mars 2023 og fær valnefnd frest til hádegis þriðjudagsins 7. mars næstkomandi til að skila niðurstöðu. Verði niðurstaða valnefndar sú að Verbúð […]

Tilnefningar til Eddunnar 2023

Tilnefningar til Eddunnar 2023 hafa verið gerðar opinberar en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og ruv.is milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 3. mars.  Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni síðan árið 1999. Þetta ár markar ákveðin þáttaskil því þetta verður í síðasta sinn sem verðlaunin verða […]

Opið fyrir innsendingar til síðustu Edduverðlaunanna með óbreyttu sniði

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2023. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022.  Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á innsendingarvef Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp fyrir Netvarp Eddunnar. Gjald fyrir innsent […]

Eddan 2021 – Tilkynning tilnefninga

Tilnefningar til Eddunnar 2021 eru nú opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 26. mars. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingafresti lauk […]

Framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021

Kvik­mynd­in Agnes Joy verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2021.  Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands. 93. Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in þann 25.Apríl 2021, en til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna verða kynnt­ar 15. mars 2021. Agnes Joy, sem einnig […]

Eddan 2020 – Tilnefningar

Tilnefningar til Eddunnar 2020 hafa nú verið gerðar opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 10:00 og 12:30 í dag, föstudaginn 6. mars. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar […]

Eddan 2020 – Tilnefningar og verðlaunahátíð

Edduverðlaunahátíðin í ár verður haldin í Origohöllinni, Valsheimilinu Hlíðarenda þann 20. mars næstkomandi. Tilnefningarnar verða kynntar á föstudaginn 6. mars á vefmiðlum ruv.is og Facebook síðu Eddunnar. Nánari dagskrá auglýst síðar.