Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) var stofnuð árið 1999 og er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu til að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur Akademían m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.
Fyrstu Edduverðlaunin voru veitt sama ár og Akademían var stofnuð eða 1999. Eddan er uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, haldin með það að markmiði að efla hann og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Meðlimir Akademíunnar kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin.
Akademían sér einnig um framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna í Bandaríkjunum. Meðlimir Akademíunnar kjósa á milli þeirra íslensku kvikmynda sem uppfylla skilyrðin ár hvert og sú kvikmynd sem fær flest atkvæði í þeirri kosningu verður framlag Íslands í flokknum Besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Rétt að aðild að Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni hafa þeir er sannanlega hafa unnið að tveimur kvikmynda- og/eða sjónvarpsverkefnum, sjá hér. Aðeins þeir sem hafa greitt aðildargjöld ÍKSA eru á kjörskrá hverju sinni.
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían er skráð einkahlutafélag í eigu eftirtalinna aðila:
Stjórn ÍKSA er skipuð af stjórnum þessara félaga og eiga tveir frá hverju félagi sæti í stjórn. Auk þess á fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ), sæti í stjórn. Aðsetur akademíunnar er að Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.
Akademían sér einnig um framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna í Bandaríkjunum. Dómnefnd sem Akademíunnar kjósa á milli þeirra íslensku kvikmynda sem uppfylla skilyrðin ár hvert og sú kvikmynd sem fær flest atkvæði í þeirri kosningu verður framlag Íslands í flokknum Besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin
© Allur réttur áskilin 2023