Tilnefningar til Eddunnar 2016

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 10. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga. Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst mánudaginn 15. febrúar og lýkur 22. febrúar. Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- […]

Edda og Óskar sunnudaginn 28. febrúar

Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður haldin hátíðleg sunnudagskvöldið 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þetta kvöld verður mikil veisla fyrir kvikmyndaunnendur því á eftir Eddu kemur Óskar en Óskarsverðlaunin eru afhent sama kvöld. Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessa […]

Opnað fyrir innsendingar í Edduna

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2016 sem haldin verður um mánaðarmótin febrúar/mars. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2015 til 31. desember 2015. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar sem framleiðslufyrirtæki fylla út […]

Hvaða íslenska kvikmynd fer í Óskarinn?

Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2016. Eins og fyrri ár eru það meðlimir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sem kjósa um íslenska framlagið og að þessu sinni verður kosið á milli eftirfarandi íslenskra kvikmynda. Austur Fúsi Grafir og bein Hrútar Webcam Kosningin er rafræn og fer fram dagana 2.-7. september. […]

Eddan 2014

Kvikmyndin Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni 22. febrúar. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Kvikmyndin Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir […]

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011

Hér að neðan eru tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011.
Leikið sjónvarpsefni ársins
Réttur 2
Saga film

Hlemmavídeó
Saga Film

Mér er gamanmál
Blunden framleiðsla ehf.

Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011 hinn 3. febrúar næstkomandi klukkan 14.00 í Bíó Paradís. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kjósa á milli tilnefndra verka dagana 8.-16. febrúar og verðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn í Íslensku óperunni19. febrúar.

Edduverðlaunin 2011

Frestur til innsendinga kvikmyndaverka til Edduverðlaunanna rennur út 10. janúar 2011, kl. 17:00. Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2010. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar 2011 í Íslensku óperunni. Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar 2011. Eddan verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Hverju innsendu verki […]

Eddan verður afhent 19. febrúar 2011

Edduverðlaunin 2011 verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi. Verðlaunin taka til verka sem framleidd eru og sýnd á árinu 2010. Edduverðlaunin eru uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Meðlimir Akademíunnar, sem nú eru yfir eitt þúsund talsins, kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin. Verðlaunagripurinn er eftir Magnús Tómasson […]

Mamma Gógó verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían kaus kvikmyndina Mamma Gógó sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011 í rafrænni kosningu sem fram fór 21. – 24. september. Myndin fékk 43% atkvæða akademíumeðlima. Kosið var á milli átta mynda sem frumsýndar voru á tímabilinu 1. október 2009 – 30. september 2010. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Friðrik Þór Friðriksson. […]