Ný stjórn ÍKSA

Kosið var í nýja stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á aðalfundi sem haldinn var í dag. Björn Brynjúlfur Björnsson, sem hefur verið í stjórn ÍKSA síðastliðin ellefu ár, gaf ekki kost á sér á ný og var honum þakkað fyrir metnaðarfullt og gott starf í þágu akademíunnar. Nýja stjórn skipa: Hilmar Sigurðsson, formaður Snorri Þórisson, […]

Myndin um heiðursverðlaunahafann

Íslenska þjóðin hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í ár. Fahad Falur Jabali, Karl Óskarsson og fleiri kvikmyndagerðarmenn gerðu myndband um verðlaunahafann sem sýnt var á Edduverðlaunahátíðinni. Textinn er eftir Hallgrím Helgason.

Eddan til þjóðarinnar

Eins og kunnugt er hlaut íslenska þjóðin heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í ár. Í dag var styttan formlega afhent á Þjóðminjasafninu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við styttunni úr höndum Björns Brynjúlfs Björnssonar formanns ÍKSA fyrir hönd þjóðarinnar. Íslendingar geta heimsótt Þjóðminjasafnið og skoðað styttuna og tekið mynd af sér með hana auk þess sem hægt er […]

Íslensk kvikmyndaverk 2007-2009

Dagana 25. – 28. febrúar stóð sýningin Íslensk kvikmyndaverk 2007-2009 yfir á Listasafni Íslands. Á sýningunni voru sýnd 150 kvikmyndaverk sem gerð voru á Íslandi á árunum 2007-2009. Á sýningunni var þetta tímabil kallað sumar íslenskrar kvikmyndagerðar.

Kosning til Edduverðlauna

Mánudaginn 22. febrúar fá meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sendan kjörseðil til að kjósa á milli þeirra sem tilnefndir hafa verið til Edduverðlaunanna. Kjörseðilinn má nota til klukkan 17.00 föstudaginn 26. febrúar þegar kjörfundi lýkur. Edduverðlaunin verða svo afhent í Háskólabíói laugardaginn 27. febrúar.

Tilnefningar til Edduverðlaunanna

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2010 voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 14.00 í dag. Flestar tilnefningar fá Bjarnfreðarson og Fangavaktin eða samtals átján. Næst á eftir kemur Mamma Gógó með átta tilnefningar.

Tilnefningar kynntar á föstudag

Tilnefningar til Edduverðlaunanna verða kynntar í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 5. febrúar klukkan 14.00. Kvikmyndagerðarmenn, leikarar og aðrir aðstandendur kvikmyndaverka eru velkomnir.

Kostunarsamningur við 365

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían gekk nýlega frá nýjum kostunarsamningi við 365 vegna Edduverðlaunanna. Fréttablaðið hefur verið samstarfsaðili Eddunnar undanfarin ár og með þessum nýja samningi er tryggt að svo verður áfram. Einar Bjarnason framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 og Björn B. Björnsson formaður ÍKSA undirrituðu samninginn.

Edduverðlaun 27. febrúar

Edduverðlaunin verða afhent í Háskólabíói laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Sýnt verður beint frá verðlaununum í opinni dagskrá á Stöð 2.