Dagsetning

Átta myndir koma til greina sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011

Framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna verður kosið af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni í rafrænni kosningu dagana 21. – 24. september. Þær átta íslensku kvikmyndir sem frumsýndar voru frá 1. október 2009 – 30. september 2010 eru gjaldgengar í kosninguna.

Ísland sendi sína fyrstu kvikmynd í forval Óskarsverðlaunanna árið 1981 og var það kvikmyndin Land og synir. Tvær íslenskar kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, ein kvikmynd í fullri lengd og ein stuttmynd. Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson var tilnefnd árið 1992 í flokknum besta erlenda kvikmyndin. Árið 2006 var Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson tilnefnd í flokknum besta leikna stuttmyndin.

Myndir sem koma til greina sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011 í stafrófsröð:

ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERBERGIÐ
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Handrit: Bragi Þór Hinriksson og Sverrir Þór Sverrisson
Framleiðendur: Bragi Þór Hinriksson, Sverrir Þór Sverrisson, Gunnhildur H. Gunnarsdóttir
Frumsýnd: 9. september 2010

BJARNFREÐARSON
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Handrit: Jón Gnarr, Jóhann Ævar Grímsson, Jörundur Ragnarsson,
Pétur Jóhann Sigfússon, Ragnar Bragason
Framleiðendur: Magnús Viðar Sigurðsson, Kjartan Þór Þórðarson
Frumsýnd: 26. desember 2009

BOÐBERI
Leikstjóri: Hjálmar Einarsson
Handrit: Hjálmar Einarsson
Framleiðendur: Hákon Einarsson, Darri Ingólfsson, Hjálmar Einarsson
Frumsýnd: 7. júlí 2010

DESEMBER
Leikstjóri: Hilmar Oddsson
Handrit: Páll Kristinn Pálsson
Framleiðendur: Anna María Karlsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir
Frumsýnd: 6. nóvember 2009

JÓHANNES
Leikstjóri:  Þorsteinn Gunnar Bjarnason
Handrit:  Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Gunnar Björn Guðmundsson
Framleiðandi: Magnús Einarsson
Frumsýning: 16.október 2009

KÓNGAVEGUR
Leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir
Handrit: Valdís Óskarsdóttir
Framleiðendur: Árni Filippusson, Davíð Óskar Ólafsson, Hreinn Beck
Frumsýnd: 26. mars 2010

MAMMA GÓGÓ
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson
Handrit: Friðrik Þór Friðriksson
Framleiðendur: Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir
Frumsýnd: 1. janúar 2010

SUMARLANDIÐ
Leikstjóri: Grímur Hákonarson
Handrit: Ólafur Egill Egilsson, Grímur Hákonarson
Framleiðendur: Baltasar Kormákur og Agnes Johansen
Frumsýnd: 17. September 2010

AÐRAR FRÉTTIR