Dagsetning

Tilnefningar til Eddunar 2017

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2017 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 1. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga.

Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst föstudaginn 3. febrúar og lýkur 20. febrúar.

Eddan 2017 uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður svo haldin hátíðleg sunnudagskvöldið 26. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Hátíðinni verður sjónvarpað beint á RÚV.

 

Tilnefningar 2017

 

Barna- og unglingaefni

Stundin okkar. Framleitt af RÚV. Sindri Bergmann Þórarinsson og Erla Hrund Halldórsdóttir

Krakkafréttir. Framleitt af RÚV. Sindri Bergmann Þórarinsson.

Ævar vísindamaður. Framleitt af RÚV. Eggert Gunnarsson

 

Brellur

Pétur Karlsson og Daði Einarsson fyrir Eiðinn.

Elmar Bragi Einarson og Jökull Þór Sigþórsson fyrir LjósÖld

Nicolas Heluani fyrir Orðbragð

 

Búningar

Steinunn Sigurðardóttir fyrir Eiðinn.

Helga I. Stefánsdóttir fyrir Fyrir framan annað fólk.

Helga Rós V. Hannam fyrir Hjartastein.

 

Frétta- eða viðtalsþáttur

Á flótta. Framleitt af RÚV. Ragnar Santos.

Kastljós. Framleitt af RÚV. Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Ingi R. Ingason.

Leitin að upprunanum. Framleitt af stöð 2. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

 

Gervi

Ragna Fossberg og Heimir Sverrisson fyrir Eiðinn.

Heba Þórisdóttir fyrir Hateful Eight.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Hjartastein.

 

Handrit

Ólafur Egill Egilsson og Baltasar Kormákur fyrir Eiðinn.

Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hjartastein.

Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarsson og Vignir Rafn Valþórsson fyrir Ligeglad.

 

 

Heimildamynd

Jökullinn Logar. Framleitt af Purkur og Klikk Productions.

Keep Frosen. Framleitt af Helgu Rakel Rafnsdóttur.

Ránsfengur (Ransacked). Framleitt af P/E Productions.

 

 

 

Hljóð

Huldar Freyr Arnarson fyrir Eiðinn.

Björn Viktorsson og Huldar Freyr Arnarson fyrir Fyrir framan annað fólk.

Peter Schultz fyrir Hjartastein.

 

Klipping

Sigvaldi J. Kárason fyrir Eiðinn.

Sigurður Eyþórsson og Valdís Óskarsdóttir fyrir Fyrir framan annað fólk.

Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen fyrir Hjartastein.

 

Kvikmynd

Eiðurinn. Framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson.

Hjartasteinn. Framleidd af Join Motion Pictures. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson.

Sundáhrifin. Framleitt af Zik Zak Filmworks. Skúli Fr. Malmquist og Patrick Sobelman.

 

Kvikmyndataka

Óttar Guðnason fyrir Eiðinn.

Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Fyrir framan annað fólk.

Sturla Brandth Grøvlen fyrir Hjartastein.

 

Leikari í aðalhlutverki

Baldur Einarsson fyrir Hjartastein.

Blær Hinriksson fyrir Hjartastein.

Snorri Engilbertsson fyrir Fyrir framan annað fólk.

 

Leikari í aukahlutverki

Gísli Örn Garðarsson fyrir Eiðinn.

Pétur Jóhann Sigfússon fyrir Borgarstjórann.

Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Hjartastein.

 

Leikið sjónvarpsefni

Borgarstjórinn. Framleitt af Sögn og RVK Studios.  Magnús Viðar Sigurðsson og Baltasar Kormákur.

Ligeglad. Framleitt af Filmus. Arnar Knútsson.

 

Leikkona í aðalhlutverki

Diljá Valsdóttir fyrir Hjartastein.

Hera Hilmarsdóttir fyrir Eiðinn.

Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir Grimmd.

 

 

 

Leikkona í aukahlutverki

Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir Hjartastein

Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Hjartastein.

Svandís Dóra Einarsdóttir í Fyrir framan annað fólk.

 

Leikmynd

Heimir Sverrisson, Atli Geir Grétarsson og Páll Hjaltason fyrir Eiðinn.

Hulda Helgadóttir fyrir Hjartastein.

Drífa Ármannsdóttir og Marie Le Garrec fyrir Sundáhrifin.

 

Leikstjórn

Baltasar Kormákur fyrir Eiðinn.

Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hjartastein.

Sólveig Anspach fyrir Sundáhrifin.

 

Lífsstílsþáttur
Ferðastiklur. Framleitt af Þór Freyssyni, Huga Halldórsyni og Láru Ómarsdóttur.

Rætur. Framleitt af RÚV. Ragnheiður Thorsteinsson.
Ævar vísindamaður. Framleitt af RÚV. Eggert Gunnarsson.

Menningarþáttur
Eyðibýli. Framleitt af RÚV. Björn Emilsson
Með okkar augum. Framleitt af Sagafilm. Elín Sveinsdóttir.
Rapp í Reykjavík. Framleitt af Stöð 2. Gaukur Úlfarsson.

Sjónvarpsmaður

Ævar Þór Benediktsson

Andri Freyr Hilmarsson

Brynja Þorgeirsdóttir
Helgi Seljan
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Skemmtiþáttur
Áramótaskaup. Framleiðandi RVK Studiós. Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson.
Eddan – engri lík. Framleitt af RÚV. Björn Emilsson
Orðbragð. Framleitt af RÚV. Konráð Pálmason
Stuttmynd
Leyndarmál. Framleitt af Northern Vision. Jakob Halldórsson og Stella Rín Bieltvedt
Litla Stund hjá Hansa. Framleitt af Eyþór Jóvinssyni og Arcus.

Ungar. Framleitt af Askja Films og Zik Zak Kvikmyndum. Eva Sigurðardóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

 

Tónlist
Hilmar Örn Hilmarsson fyrir Baskavígin.
Hildur Guðnadóttir fyrir Eiðinn

Kristian Selin Eidnes Andersen fyrir Hjartastein

 

Sjónvarpsefni ársins

Borgarstjórinn.

Leitin að upprunanum.

Ligeglad.

Kastljós.

Ófærð.

Rætur.

 

AÐRAR FRÉTTIR