Search
Close this search box.

Eddan á laugardaginn

Kosningu er lokið á milli tilnefndra verka í Edduna og næsta laugardag, 21. febrúar, setjum við upp spariskóna og opnum verðlaunaumslögin á Edduhátíðinni 2015. Eddan fer fram í Silfurbergi í Hörpu og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsendingin hefst um kl. 19 frá Rauða dreglinum þar sem stjörnurnar mæta í […]

Tilnefningar tilkynntar

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna á blaðamannafundi í Bíó Paradís 3. febrúar, sjá tilnefningarnar hér að neðan. 28 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) sáu um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 108 verk send inn í Edduna í ár. Rafræn kosning Akademíumeðlima á milli […]

108 kvikmynda- og sjónvarpsverk í Edduna

Samkeppnin hefur sjaldan verið eins hörð um hinar eftirsóttu Eddustyttur og í ár, en frestur til að skila inn verkum í Edduna 2015, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), rann út 7. janúar. Þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent inn alls 108 verk í keppnina. Að auki voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við […]

Opnað fyrir Edduinnsendingar

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður  í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar […]

Eddan á laugardaginn

Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 22. febrúar í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum fyrir framan Silfurbergið og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá. Kynnir kvöldsins verður leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir en ásamt henni munu […]

Aldrei fleiri verk í Eddunni en í ár!

Aldrei hafa fleiri kvikmynda- og sjónvarpsverk verið send inn í Edduna, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunin en í ár. Framleiðendur sendu inn alls 108 verk en innsendingafrestur rann út á miðnætti á mánudag. Þá voru nöfn 288 einstaklinga sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk send inn í fagverðlaun Eddunnar. Í fyrra voru 102 verk […]

Og Edduna hlutu

Kvikmyndin Djúpið var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Hörpu. Djúpið hlaut samtals alls ellefu Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir kvikmyndatöku, klippingu og leikstjórn. Svartur á leik hlaut þrenn verðlaun, fyrir Handrit ársins og leikara og leikkonu í aukahlutverki, sem féll í skaut Maríu Birtu Bjarnadóttur og […]

Tilnefningar í Sjónvarpsmann ársins

Forvali áhorfenda á sjónvarpmanni ársins á visi.is er nú lokið og þeir fimm sjónvarpsmenn sem röðuðu sér í efstu sætin í netkosningunni eru (í stafrófsröð!): Andri Freyr Viðarsson Björn Bragi Arnarsson Gísli Einarsson Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmar Guðmundsson Á Edduhátíðinni sjálfri gefst áhorfendum svo kost á að kjósa á milli þessara fimm efstu nafna í […]

Síðustu forvöð til að greiða aðildargjöld

Kjörskrá Eddunnar 2013 verður lokað á miðnætti mánudaginn 28. janúar. Aðeins þeir Akademíumeðlimir sem þá verða búnir að borga félagsgjöld Akademíunnar (ÍKSA) eru á kjörskránni og geta kosið á milli tilnefndra verka. Þeir sem ekki greiddu aðildargjöld ÍKSA í fyrra eru dottnir út af aðildarskrá og þurfa að sækja um aðild að ÍKSA að nýju, […]

Hundrað innsend verk

Alls voru 100 kvikmynda- og sjónvarpsverk send inn til Eddunnar ár en innsendingarfrestur rann út á miðnætti á mánudag. Innsend verk í ár eru litlu færri en í fyrra þegar þau voru 104, sem þá var met. Í fyrra voru alls 58 innsend sjónvarpsverk en í ár hefur þeim fjölgað í 63. Þar af eru […]