Og Edduna hlutu
Kvikmyndin Djúpið var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Hörpu. Djúpið hlaut samtals alls ellefu Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir kvikmyndatöku, klippingu og leikstjórn. Svartur á leik hlaut þrenn verðlaun, fyrir Handrit ársins og leikara og leikkonu í aukahlutverki, sem féll í skaut Maríu Birtu Bjarnadóttur og […]
Tilnefningar í Sjónvarpsmann ársins
Forvali áhorfenda á sjónvarpmanni ársins á visi.is er nú lokið og þeir fimm sjónvarpsmenn sem röðuðu sér í efstu sætin í netkosningunni eru (í stafrófsröð!): Andri Freyr Viðarsson Björn Bragi Arnarsson Gísli Einarsson Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmar Guðmundsson Á Edduhátíðinni sjálfri gefst áhorfendum svo kost á að kjósa á milli þessara fimm efstu nafna í […]
Síðustu forvöð til að greiða aðildargjöld
Kjörskrá Eddunnar 2013 verður lokað á miðnætti mánudaginn 28. janúar. Aðeins þeir Akademíumeðlimir sem þá verða búnir að borga félagsgjöld Akademíunnar (ÍKSA) eru á kjörskránni og geta kosið á milli tilnefndra verka. Þeir sem ekki greiddu aðildargjöld ÍKSA í fyrra eru dottnir út af aðildarskrá og þurfa að sækja um aðild að ÍKSA að nýju, […]
Hundrað innsend verk
Alls voru 100 kvikmynda- og sjónvarpsverk send inn til Eddunnar ár en innsendingarfrestur rann út á miðnætti á mánudag. Innsend verk í ár eru litlu færri en í fyrra þegar þau voru 104, sem þá var met. Í fyrra voru alls 58 innsend sjónvarpsverk en í ár hefur þeim fjölgað í 63. Þar af eru […]
Edduverðlaunin 2013
Frestur til að senda inn kvikmynda- og sjónvarpsverk til Edduverðlaunanna 2013 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar, 2013. Innsendingarferlið til Edduverðlaunanna er nú í fyrsta sinn að fullu rafrænt og gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á síðasta ári. Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna í lok janúar og munu meðlimir Íslensku sjónvarps- […]
Edduverðlaunin 2012 – Eldfjall hlaut flest verðlaun
Edduverðlaunin voru haldi með pompi og prakt þann 18. febrúar 2012.
Heiðursverðlaunahafi 2012
Heiðursverðlaun Eddunnar 2012 hlaut Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndatökumaður, fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og ómetanlega söfnun og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og íslenska lifnaðarhætti.
Kosningu fer að ljúka
Kosningu fyrir Edduverðlaunin 2012 lýkur á miðnætti fimmtudaginn 16. febrúar. Alls eru 467 manns á kjörskrá.
Áhorfendaverðlaun Eddunnar
Að gefnu tilefni: ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KJÓSA MÖRGUM SINNUM í Áhorfendaverðlaunum ársins á visir.is
Fimm tilnefningar í Barnaefni
Kosið verður á milli fimm verka í flokknum Barnaefni en ekki þriggja.