Dagsetning

Og Edduna hlutu

Kvikmyndin Djúpið var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Hörpu. Djúpið hlaut samtals alls ellefu Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir kvikmyndatöku, klippingu og leikstjórn.

Svartur á leik hlaut þrenn verðlaun, fyrir Handrit ársins og leikara og leikkonu í aukahlutverki, sem féll í skaut Maríu Birtu Bjarnadóttur og Damon Younger. Ólafur Darri Ólafsson í Djúpinu og Sara Dögg Ásgeirsdóttir í Pressu voru hins vegar valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverki.

Pressa 3 var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins, sem áhorfendur völdu í símakosningu á meðan á útsendingu Eddunar stóð, kom í hlut Björns Braga Arnarssonar í Týndu kynslóðinni.

Þá fékk Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri, heiðursverðlaun íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar sem og gríðarmikið og óeigingjarnt starf við uppbyggingu íslenska kvikmyndageirans. Hún flutti þrumuræðu á hátíðinni sem hitti beint í mark.

Hér má sjá upptalningu á öllum tilnefndum verkum og einstaklingum ásamt og verðlaunahöfunum.

AÐRAR FRÉTTIR