Dagsetning

Edduverðlaunin 2013

Frestur til að senda inn kvikmynda- og sjónvarpsverk til Edduverðlaunanna 2013 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar, 2013. Innsendingarferlið til Edduverðlaunanna er nú í fyrsta sinn að fullu rafrænt og gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á síðasta ári.

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna í lok janúar og munu meðlimir Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar kjósa á milli tilnefndra verka. Edduverðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn og í beinni sjónvarpsútsendingu, laugardaginn 16. febrúar 2013.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) var stofnuð árið 1999 og fyrstu Edduverðlaunin voru veitt sama ár. Eddan er uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, haldin með það að markmiði að efla hann og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Rétt að aðild að ÍKSA hafa þeir er sannanlega hafa unnið að tveimur kvikmynda- og/eða sjónvarpsverkefnum. Aðeins þeir sem hafa greitt aðildargjöld ÍKSA eru á kjörskrá hverju sinni.

AÐRAR FRÉTTIR