Kosningin er hafin
Rafræn kosning um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019 er hafin og stendur yfir til 19.september. Meðlimir ÍKSA, Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem hafa greitt félagsgjöld 2018 og eru þar með á kjörskrá ættu að hafa fengið kjörseðil til sín í tölvupósti. Eitthvað hefur borið á því að kjörseðilinn sé að síast inn í spam. Endilega […]
Edduverðlaunahátíðin 2018
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar var sigursælust á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór í kvöld fóru heim með tíu verðlaun. Kvikmyndin Undir trénu kom þar næst með sjö verðlaun. Fangar fengu meðal annars verðlaun sem besta leikna sjónvarpsefnið og fyrir handrit, klippingu og kvikmyndatöku ársins. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki en þar bar svo við að […]
Tilnefningar til Edduverðlauna fyrir árið 2017
Valnefndir fyrir Edduverðlaunin hafa lokið störfum og skilað af sér niðurstöðum um það hverjir eru tilnefndir til Edduverðlauna fyrir árið 2017. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar velja nú á milli þeirra tilnefndu og kjósa um verðlaunahafana. Þetta er í 19. skiptið sem Edduverðlaunin eru veitt og fer viðburðurinn fram á Hótel Hilton þann 25. febrúar og […]
Eddan 2018 – Opnað fyrir innsendingar
Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2018, sem haldin verður á Hótel Hilton 25. febrúar 2018. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2017. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og […]
Gunnar Baldursson
2017
Eddan 2017
Kvikmyndin Hjartasteinn sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2017 sem haldin var í kvöld og fékk alls níu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Besti leikari var valinn Blær Hinriksson fyrir Hjartasteinn, og Hera Hilmarsdóttir valin besta leikkonan fyrir Eiðinn. Edduna fyrir aukahlutverk fengu þau Gísli Örn Garðarsson […]
Tilnefningar til Eddunar 2017
Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2017 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 1. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga. Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst föstudaginn 3. febrúar og lýkur 20. febrúar. Eddan 2017 uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- […]
Ragna Fossberg
2016
Hvaða íslenska kvikmynd fer í Óskarinn?
Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2017. Eins og fyrri ár eru það meðlimir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sem kjósa um íslenska framlagið og að þessu sinni verður kosið á milli eftirfarandi íslenskra kvikmynda. Eiðurinn Fyrir framan annað fólk Reykjavik Þrestir Kosningin er rafræn og fer fram dagana 13.-20. september. […]
Tilnefningar til Eddunnar 2016
Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 10. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga. Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst mánudaginn 15. febrúar og lýkur 22. febrúar. Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- […]