Dagsetning

Hvaða íslenska kvikmynd fer í Óskarinn?

Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2017. Eins og fyrri ár eru það meðlimir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sem kjósa um íslenska framlagið og að þessu sinni verður kosið á milli eftirfarandi íslenskra kvikmynda.

Eiðurinn
Fyrir framan annað fólk
Reykjavik
Þrestir

Kosningin er rafræn og fer fram dagana 13.-20. september.

Kjörskrá

Þeir félagsmenn í ÍKSA sem þegar hafa greitt félagsgjöldin fyrir árið 2016 eða munu greiða félagsgjöldin fyrir 13. september, eru á kjörskrá og fá senda rafræna kjörseðla á netfangið sitt.

Þeir sem skulda félagsgjöldin hafa þegar fengið senda áskorun um að greiða gjöldin en greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum ÍKSA voru sendir í heimabanka allra félagsmanna í byrjun árs.

Vinsamlegast munið eftir því að láta ÍKSA vita ef þið skiptið um netfang svo hægt sé að senda ykkur viðeigandi upplýsingar og kjörseðla. Við hvetjum fólk til að skrá sín persónulegu netföng hjá okkur fremur en vinnunetföng sem vilja breytast ört. Allar upplýsingar um breytt netföng skal senda á eddan@eddan.is eða birgitta@eddan.is.

AÐRAR FRÉTTIR