Dagsetning

Silja Hauksdóttir í stjórn ÍKSA

Aðalfundur ÍKSA var haldinn þriðjudaginn 4. september.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf, formaður fór yfir helstu mál síðasta árs, reikningar félagsins voru samþykktir og kosin var ný stjórn. Eina breytingin á stjórninni var sú að Ragnar Bragason annar fulltrúi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) vék sæti og í hans stað var kosin Silja Hauksdóttir.

Núverandi stjórn ÍKSA er því skipuð eftirfarandi:
Hilmar Sigurðsson, SÍK, formaður
Snorri Þórisson, SÍK, gjaldkeri
Stefanía Thors, FK, ritari
Anton Máni Svansson, FK, meðstjórnandi
Árni Ólafur Ásgeirsson, SKL, meðstjórnandi
Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi
Silja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandi

AÐRAR FRÉTTIR