Tilnefningar til Eddunnar 2022
Tilnefningar til Eddunnar 2022 eru nú opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, fimmtudaginn 28. apríl.
Eddan 2021 – Tilkynning frá stjórn ÍKSA
Stjórn ÍKSA hefur afráðið að Edduverðlaunin 2021 verði veitt með haustinu með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð. Þegar nær dregur verður tilkynnt um útfærslu á verðlaunaafhendingunni og sjónvarpsútsendingu í tengslum við hana. Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna þann 26. mars síðastliðinn. Netvarp Eddunnar mun opna fyrir akademíumeðlimi þriðjudaginn 20. apríl. Akademíumeðlimir geta […]
Árni Páll Jóhannsson
Nýverið voru Edduverðlaunin afhent verðlaunahöfum í sjónvarpsdagskrá á RÚV. Í þættinum var minnst þeirra einstaklinga úr kvikmynda- og sjónvarpsgreininni sem létust á árunum 2019 – 2020. Við kveðjum þetta góða fólk með virðingu. Rík ástæða er fyrir stjórn ÍKSA að minnast sérstaklega Árna Páls Jóhannssonar, enda lifir minning hans ekki bara í ódauðlegum listakverkum og […]
Eddan 2018 – Opnað fyrir innsendingar
Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2018, sem haldin verður á Hótel Hilton 25. febrúar 2018. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2017. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og […]
Hrútar framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar völdu kvikmyndina Hrúta sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Hrútar mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Hrútar hlaut meirihluta atkvæða Akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti 7. september. Kosningin fór fram rafrænt og var kosið á milli fimm íslenskra kvikmynda […]
Vonarstræti með 12 Eddur
Kvikmyndin Vonarstræti sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2015 sem haldin var laugardagskvöldið 21. febrúar og fékk alls tólf verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu. Báðir aðalleikararnir í Vonarstræti, þau Þorsteinn Bachmann og Hera Hilmarsdóttir hlutu Eddustyttuna. Edduna fyrir aukahlutverk fengu þau Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir […]
Eddan á laugardaginn
Kosningu er lokið á milli tilnefndra verka í Edduna og næsta laugardag, 21. febrúar, setjum við upp spariskóna og opnum verðlaunaumslögin á Edduhátíðinni 2015. Eddan fer fram í Silfurbergi í Hörpu og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsendingin hefst um kl. 19 frá Rauða dreglinum þar sem stjörnurnar mæta í […]
Tilnefningar tilkynntar
Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna á blaðamannafundi í Bíó Paradís 3. febrúar, sjá tilnefningarnar hér að neðan. 28 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) sáu um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 108 verk send inn í Edduna í ár. Rafræn kosning Akademíumeðlima á milli […]
108 kvikmynda- og sjónvarpsverk í Edduna
Samkeppnin hefur sjaldan verið eins hörð um hinar eftirsóttu Eddustyttur og í ár, en frestur til að skila inn verkum í Edduna 2015, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), rann út 7. janúar. Þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent inn alls 108 verk í keppnina. Að auki voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við […]
Opnað fyrir Edduinnsendingar
Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar […]