Tilnefningar í Sjónvarpsmann ársins
Forvali áhorfenda á sjónvarpmanni ársins á visi.is er nú lokið og þeir fimm sjónvarpsmenn sem röðuðu sér í efstu sætin í netkosningunni eru (í stafrófsröð!): Andri Freyr Viðarsson Björn Bragi Arnarsson Gísli Einarsson Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmar Guðmundsson Á Edduhátíðinni sjálfri gefst áhorfendum svo kost á að kjósa á milli þessara fimm efstu nafna í […]
Síðustu forvöð til að greiða aðildargjöld
Kjörskrá Eddunnar 2013 verður lokað á miðnætti mánudaginn 28. janúar. Aðeins þeir Akademíumeðlimir sem þá verða búnir að borga félagsgjöld Akademíunnar (ÍKSA) eru á kjörskránni og geta kosið á milli tilnefndra verka. Þeir sem ekki greiddu aðildargjöld ÍKSA í fyrra eru dottnir út af aðildarskrá og þurfa að sækja um aðild að ÍKSA að nýju, […]
Hundrað innsend verk
Alls voru 100 kvikmynda- og sjónvarpsverk send inn til Eddunnar ár en innsendingarfrestur rann út á miðnætti á mánudag. Innsend verk í ár eru litlu færri en í fyrra þegar þau voru 104, sem þá var met. Í fyrra voru alls 58 innsend sjónvarpsverk en í ár hefur þeim fjölgað í 63. Þar af eru […]
Edduverðlaunin 2013
Frestur til að senda inn kvikmynda- og sjónvarpsverk til Edduverðlaunanna 2013 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar, 2013. Innsendingarferlið til Edduverðlaunanna er nú í fyrsta sinn að fullu rafrænt og gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á síðasta ári. Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna í lok janúar og munu meðlimir Íslensku sjónvarps- […]
Djúpið í Óskarinn
Djúpið hefur verið valið til að keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina
Kosið um Óskarsframlag Íslands
Kosning um framlag Íslands til Óskasverðlaunanna á næsta ári er hafin. Kosið er á milli þeirra fimm íslensku kvikmynda sem uppfylla skilyrði bandarísku kvikmyndaakademíunnar og eru frumsýndar á bilinu 1. október 2011 til 30. september 2012.
Silja Hauksdóttir í stjórn ÍKSA
Aðalfundur ÍKSA var haldinn þriðjudaginn 4. september. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf, formaður fór yfir helstu mál síðasta árs, reikningar félagsins voru samþykktir og kosin var ný stjórn.
Edduverðlaunin 2012 – Eldfjall hlaut flest verðlaun
Edduverðlaunin voru haldi með pompi og prakt þann 18. febrúar 2012.
Heiðursverðlaunahafi 2012
Heiðursverðlaun Eddunnar 2012 hlaut Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndatökumaður, fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og ómetanlega söfnun og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og íslenska lifnaðarhætti.
Stuttmyndin Naglinn úr Eddunni
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur samþykkt að fella stuttmyndina Naglann út úr Eddunni í ár.