Opnað hefur verið fyrir innsendingar fyrir Edduna 2020
Búið er að opna fyrir innsendingar á kvikmyndum- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2020. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2019. Sjá nánar um innsendingarreglur hér. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp til ÍKSA http://innsending.eddan.is/ Á fagráðsfundi Eddunnar var tekin […]
Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. Hlynur Pálmason leikstýrði og skrifaði handritið að Hvítum, hvítum degi sem var heimsfrumsýnd á Critics‘ Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, í maí […]
RIFF kvikmyndahátíð fer fram dagana 26. september – 6. október
RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldin er í Reykjavík og fer fram dagana 26. september – 6. október næstkomandi. Á hátíðinni í ár er fjölbreytt og spennandi dagskrá sem flestir meðlimir ÍKSA ættu að hafa áhuga á. RIFF stendur yfir í ellefu daga og býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og […]
Egill Eðvarðsson
2019
Hvaða íslenska kvikmynd fer í Óskarinn 2020?
Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2020. Eins og fyrri ár eru það meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sem kjósa um íslenska framlagið og að þessu sinni verður kosið á milli eftirfarandi íslenskra kvikmynda. Héraðið Hvítur, hvítur dagur Tryggð Undir halastjörnu Kosningin er rafræn og fer fram dagana 18.-24. september. […]
Eddan 2019
Edduverðaunahátiðin fór fram í Austurbæ í gær, föstudaginn 22.febrúar 2019. Þar voru veitt verðlaun í 26 flokkum fyrir það sem þótti standa upp í íslenskri þátta og kvikmyndagerð árið 2019. Einnig hlaut Egill Eðvarðsson heiðursverðlaun ársins. Hér að neðan er listinn yfir sigurvegara kvöldsins: Barna- og unglingaefni Lói – Þú flýgur aldrei einn Framleitt af GunHil […]
Tilnefningar fyrir Edduverðlaunin 2019
Tilnefningar til Eddunnar 2019 voru tilkynntar í beinni útsendingu á ruv.is og facebook síðu Eddunnar kl. 13.00 í dag. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunni og nú eru liðin tuttugu ár frá því því fyrstu verðlaunin voru veitt. Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessi […]
Búið að er að opna fyrir innsendingar – Eddan 2019
Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmyndum- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2019. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2018. Sjá nánar um innsendingarreglur hér. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum inn á ftp þjón. http://innsending.eddan.is/ Engar breytingar hafa orðið […]
Kona fer í stríð er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019
Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær, 19. september. Kosið var á milli níu íslenskra kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku Óskarsverðlauna akademíunnar: Andið eðlilega, í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur; […]
Guðný Halldórsdóttir
2018