Dagsetning

Heiðursverðlaunahafi 2012
Heiðursverðlaun Eddunnar 2012 hlaut Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndatökumaður, fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og ómetanlega söfnun og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og íslenska lifnaðarhætti.
Vilhjálmur fæddist á lýðveldisári Íslands, árið 1944, og hóf snemma feril sinn við kvikmyndagerð. Faðir Vilhjálms, Ósvaldur Knudsen, málarameistari, var einn helsti frumkvöðull íslenskrar heimildarmyndagerðar og Vilhjálmur var aðeins þrettán ára gamall þegar hann hóf að kvikmynda með föður sínum.
Fyrsta eldgosið sem þeir feðgarnir mynduðu var Surtseyjargosið og þær urðu alls þrjár heimildarmyndirnar um Surtsey. Þá gerðu feðgarnir myndir um bæði Heklugos og Heimaeyjargosið.
Vilhjálmur lærði kvikmyndagerð í London International Film School og sá í kjölfarið um alla eftirvinnslu á myndum föður síns. Vinnustofa feðganna varð að miðstöð og athvarfi íslenskra kvikmyndagerðarmanna og jafnframt að nokkurs konar tæknibanka bransans enda var Vilhjálmur fyrstur til að eignast mörg þau tól og tæki sem síðar urðu sjálfsögð.
Vilhjálmur hefur varið stærstum hluta starfsævi sinnar við kvikmyndun íslenskra náttúruumbrota. Í heil 17 ár vaktaði hann Kröflugosin og hefur upp frá því ekki misst úr eitt einasta íslenskt eldgos. Alls liggja þúsundir klukkustunda af efni og ríflega 70 kvikmyndir eftir Vilhjálm og eru þá ótalin myndbrotin eftir hann sem ratað hafa í heimildarmyndir um allan heim.
Vilhjálmur býr og starfar í Hellusundi 6a, húsi sem faðir hans byggði. Þar í gamla málningarverkstæði föður síns sem nú er bíósalur, hefur hann boðið upp á áhrifamiklar eldgosasýningar oft á dag, allan ársins hring, óslitið í alls 38 ár. Litla rauða húsið við Hellusundið er fyrir löngu orðið þekkt kennileiti í Reykjavík og þeir eru ófáir ferðamennirnir sem hafa fræðst um eldsumbrot á Íslandi og afleiðingar þeirra í Red Rock Cinema Vilhjálms.
Vilhjálmur Knudsen er langt í frá hættur. Það þarf að klippa og skrá safnið og enn lætur Katla kerling bíða eftir sér…

Heiðursverðlaun Eddunnar 2012 hlaut Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndatökumaður, fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og ómetanlega söfnun og varðveislu heimildarmynda um íslenska náttúru og íslenska lifnaðarhætti.

Vilhjálmur fæddist á lýðveldisári Íslands, árið 1944, og hóf snemma feril sinn við kvikmyndagerð. Faðir Vilhjálms, Ósvaldur Knudsen, málarameistari, var einn helsti frumkvöðull íslenskrar heimildarmyndagerðar og Vilhjálmur var aðeins þrettán ára gamall þegar hann hóf að kvikmynda með föður sínum.

Fyrsta eldgosið sem þeir feðgarnir mynduðu var Surtseyjargosið og þær urðu alls þrjár heimildarmyndirnar um Surtsey. Þá gerðu feðgarnir myndir um bæði Heklugos og Heimaeyjargosið.

Vilhjálmur lærði kvikmyndagerð í London International Film School og sá í kjölfarið um alla eftirvinnslu á myndum föður síns. Vinnustofa feðganna varð að miðstöð og athvarfi íslenskra kvikmyndagerðarmanna og jafnframt að nokkurs konar tæknibanka bransans enda var Vilhjálmur fyrstur til að eignast mörg þau tól og tæki sem síðar urðu sjálfsögð.

Vilhjálmur hefur varið stærstum hluta starfsævi sinnar við kvikmyndun íslenskra náttúruumbrota. Í heil 17 ár vaktaði hann Kröflugosin og hefur upp frá því ekki misst úr eitt einasta íslenskt eldgos. Alls liggja þúsundir klukkustunda af efni og ríflega 70 kvikmyndir eftir Vilhjálm og eru þá ótalin myndbrotin eftir hann sem ratað hafa í heimildarmyndir um allan heim.

Vilhjálmur býr og starfar í Hellusundi 6a, húsi sem faðir hans byggði. Þar í gamla málningarverkstæði föður síns sem nú er bíósalur, hefur hann boðið upp á áhrifamiklar eldgosasýningar oft á dag, allan ársins hring, óslitið í alls 38 ár. Litla rauða húsið við Hellusundið er fyrir löngu orðið þekkt kennileiti í Reykjavík og þeir eru ófáir ferðamennirnir sem hafa fræðst um eldsumbrot á Íslandi og afleiðingar þeirra í Red Rock Cinema Vilhjálms.

Vilhjálmur Knudsen er langt í frá hættur. Það þarf að klippa og skrá safnið og enn lætur Katla kerling bíða eftir sér…

Heiðursverðlaunahafi ársins
AÐRAR FRÉTTIR