Dagsetning

Framkvæmdastjóri Eddunar 2012

Íslenska kvikmynda og sjónvarpsakademían (ÍKSA) hefur ráðið Brynhildi Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra Eddunar 2012. Brynhildur hefur víðtæka reynslu í skipulagningu og umsjón slíkra viðburða, auk hennar þekkta fréttamannsferils. Brynhildur er með netfangið brynhildur@eddan.is. Hún hefur störf þann 9. janúar n.k. og mun fylgja viðburðinum alla leið fram yfir verðlaunaafhendinguna sem verður þann 18. febrúar í Gamla bíói. ÍKSA býður Brynhildi velkomna til starfa.

AÐRAR FRÉTTIR