Dagsetning

Netvarpið styður Edduna 2012

Netvarpið hefur gerst bakhjarl Eddunar 2012. Netvarpið mun sjá um vistun og streymi á öllu efni sem sent er inn í öruggu og vörðu streymiskerfi sínu. Valnefndarnefnd munu þannig geta skoðað allt efnið fram borið í sama formi hvort heldur er á fartölvum, IP sjónvarpi eða spjaldtölvum. Tryggt er að bestu mögulegu gæði séu á öllu efni, sé leiðbeiningu þeirra um upphal fylgt.

Skil á verkum í Edduna verða eingöngu rafræn. Eftir að innsendingarfresti lýkur, fá ábyrgðaraðilar aðgang að vörðu svæði þar sem þeir geta hlaðið inn kvikmyndaverkum. Verkin þurfa að vera tilbúin til innsendingar á eftirtöldu sniði:
Myndkóðun H.264
Rammastærð allt að 1280×720 px
Bitrate allt að 2Mbps
Hljóðkóðun AAC 48khz
Bitrate allt að 128kbps
Hinting virkjað ef mögulegt.
Hér eru forsnið fyrir Compressor, Adobe Media Encoder og Handbrake til að hlaða niður.

Skil á verkum í Edduna 2012 verða eingöngu rafræn. Eftir að innsendingarfresti lýkur, fá ábyrgðaraðilar aðgang að vörðu svæði þar sem þeir geta hlaðið inn kvikmyndaverkum. Verkin þurfa að vera tilbúin til innsendingar á eftirtöldu sniði:

  • Myndkóðun H.264
  • Rammastærð allt að 1280×720 px
  • Bitrate allt að 2Mbps
  • Hljóðkóðun AAC 48khz
  • Bitrate allt að 128kbps
  • Hinting virkjað ef mögulegt.

Hér eru forsnið fyrir Compressor, Adobe Media Encoder og Handbrake til að hlaða niður. Þessi skrá er ZIP skrá og nákvæmar leiðbeiningar eru í textaskjölum sem fylgja skránni.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían þakkar Netvarpinu stuðninginn!

netvarpid_logo_tans

AÐRAR FRÉTTIR