Dagsetning

Edduverðlaunin 2012 – Eldfjall hlaut flest verðlaun
Eldfjall hraunaði yfir rest og hlébarðabúningurinn sneri aftur!
Kvikmyndin Eldfjall hlaut alls fimm verðlaun, meðal annars sem Kvikmynd ársins, á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Gamla bíói í kvöld. Á annan veg hlaut þrenn verðlaun og kvikmyndin Hetjur Valhallar – Þór fékk tvenn verðlaun.
Pressa 2 var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Jóhannesar Kr. Kristjánssonar úr Kastljósi. Þá völdu áhorfendur Þóru Arnórsdóttur í símakosningu á meðan á útsendingu Eddunnar stóð og hlaut hún Áhorfendaverðlaun ársins.
Hins vegar er óhætt er að segja að Pétur Jóhann Sigfússon hafi stolið senunni þegar hann afhenti verðlaun í hlébarðabúningnum sem gerði garðinn frægan á Edduhátíðinni í fyrra.
Eftirfarandi eru verkin sem unnu til verðlauna á þessari þrettándu uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar:
Kvikmynd ársins
Eldfjall
Leikið sjónvarpsefni ársins
Pressa 2
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Landinn
Skemmtiþáttur ársins
Áramótamót Hljómskálans
Menningar- eða lífstílsþáttur ársins
Hljómskálinn
Heimildamynd ársins
Andlit norðursins
Stuttmynd ársins
Skaði
Barnaefni ársins
Algjör Sveppi og töfraskápurinn
Leikstjóri ársins
Rúnar Rúnarsson
Eldfjall
Handrit ársins
Rúnar Rúnarsson
Eldfjall
Sjónvarpsmaður ársins
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Margrét Helga Jóhannsdóttir
Eldfjall
Leikari ársins í aðalhlutverki
Theodór Júlíusson
Eldfjall
Leikkona ársins í aukahlutverki
María Heba Þorkelsdóttir
Okkar eigin Osló
Leikari ársins í aukahlutverki
Þorsteinn Bachmann
Á annan veg
Kvikmyndataka ársins
Árni Filippusson
Á annan veg
Klipping ársins
Elísabet Ronaldsdóttir
Hetjur Valhallar – Þór
Hljóð ársins
Gunnar Árnason
Borgríki
Tónlist ársins
Hilmar Örn Hilmarsson
Andlit norðursins
Leikmynd ársins
Gunnar Karlsson
Hetjur Valhallar – Þór
Búningar ársins
Margrét Einarsdóttir
Eva Vala Guðjónsdóttir
Á annan veg
Gervi ársins
Ragna Fossberg
Áramótaskaupið
Heiðursverðlaun ársins
Vilhjálmur Knudsen
Áhorfendaverðlaun ársins
Þóra Arnórsdóttir

Kvikmyndin Eldfjall hlaut alls fimm verðlaun, meðal annars sem Kvikmynd ársins, á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Gamla bíói í kvöld. Á annan veg hlaut þrenn verðlaun og kvikmyndin Hetjur Valhallar – Þór fékk tvenn verðlaun.

Pressa 2 var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Jóhannesar Kr. Kristjánssonar úr Kastljósi. Þá völdu áhorfendur Þóru Arnórsdóttur í símakosningu á meðan á útsendingu Eddunnar stóð og hlaut hún Áhorfendaverðlaun ársins.

Hins vegar er óhætt er að segja að Pétur Jóhann Sigfússon hafi stolið senunni þegar hann afhenti verðlaun í hlébarðabúningnum sem gerði garðinn frægan á Edduhátíðinni í fyrra.

Eftirfarandi eru verkin sem unnu til verðlauna á þessari þrettándu uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar:

Kvikmynd ársins
Eldfjall

Leikið sjónvarpsefni ársins
Pressa 2

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Landinn

Skemmtiþáttur ársins
Áramótamót Hljómskálans

Menningar- eða lífstílsþáttur ársins
Hljómskálinn

Heimildamynd ársins
Andlit norðursins

Stuttmynd ársins
Skaði

Barnaefni ársins
Algjör Sveppi og töfraskápurinn

Leikstjóri ársins
Rúnar Rúnarsson – Eldfjall

Handrit ársins
Rúnar Rúnarsson – Eldfjall

Sjónvarpsmaður ársins
Jóhannes Kr. Kristjánsson

Leikkona ársins í aðalhlutverki
Margrét Helga Jóhannsdóttir – Eldfjall

Leikari ársins í aðalhlutverki
Theodór Júlíusson – Eldfjall

Leikkona ársins í aukahlutverki
María Heba Þorkelsdóttir – Okkar eigin Osló

Leikari ársins í aukahlutverki
Þorsteinn Bachmann – Á annan veg

Kvikmyndataka ársins
Árni Filippusson – Á annan veg

Klipping ársins
Elísabet Ronaldsdóttir – Hetjur Valhallar – Þór

Hljóð ársins
Gunnar Árnason – Borgríki

Tónlist ársins
Hilmar Örn Hilmarsson – Andlit norðursins

Leikmynd ársins
Gunnar Karlsson – Hetjur Valhallar – Þór

Búningar ársins
Margrét Einarsdóttir, Eva Vala Guðjónsdóttir – Á annan veg

Gervi ársins
Ragna Fossberg – Áramótaskaupið

Heiðursverðlaun ársins
Vilhjálmur Knudsen

Áhorfendaverðlaun ársins
Þóra Arnórsdóttir

AÐRAR FRÉTTIR