Search
Close this search box.

Tilnefningar til Edduverðlaunanna

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2010 voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 14.00 í dag. Flestar tilnefningar fá Bjarnfreðarson og Fangavaktin eða samtals átján. Næst á eftir kemur Mamma Gógó með átta tilnefningar.

Tilnefningar kynntar á föstudag

Tilnefningar til Edduverðlaunanna verða kynntar í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 5. febrúar klukkan 14.00. Kvikmyndagerðarmenn, leikarar og aðrir aðstandendur kvikmyndaverka eru velkomnir.

Kostunarsamningur við 365

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían gekk nýlega frá nýjum kostunarsamningi við 365 vegna Edduverðlaunanna. Fréttablaðið hefur verið samstarfsaðili Eddunnar undanfarin ár og með þessum nýja samningi er tryggt að svo verður áfram. Einar Bjarnason framkvæmdastjóri markaðssviðs 365 og Björn B. Björnsson formaður ÍKSA undirrituðu samninginn.

Edduverðlaun 27. febrúar

Edduverðlaunin verða afhent í Háskólabíói laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Sýnt verður beint frá verðlaununum í opinni dagskrá á Stöð 2.

Umsóknir fyrir Edduverðlaunin 2009

Frestur til innsendinga  kvikmyndaverka til Edduverðlaunanna rennur út 1. desember 2009. Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á tímabilinu 1. nóvember 2008 til 31. desember 2009. Verðlaunin verða afhent í janúar 2010. Verkunum skal skilað til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands að Túngötu 14 í Reykjavík ásamt fylgiblaði og kvittun fyrir greiðslu innsendingargjalds. Innsendingargjald er kr. 15.000 auk […]