Vonarstræti framlag Íslands til Óskarsverðlauna
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Vonarstræti mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd á erlendu tungumáli. Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór fram rafrænt og kosið var á milli þeirra fjögurra […]
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir
2014
Kosið um Óskarsframlag Íslands
Kosning um framlag Íslands til Óskasverðlaunanna á næsta ári er hafin. Kosið er á milli fjögurra íslenskra kvikmynda sem uppfylla skilyrði bandarísku kvikmyndaakademíunnar og eru frumsýndar á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014. Þessar myndir eru í stafrófsröð: Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson Handrit: Sigurður Sigurjónsson […]
Óskarinn – besta erlenda myndin
Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2015. Íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar eru á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014 koma til greina í valið á bestu erlendu myndinni, auk þess sem framleiðendur myndanna samþykkja að þær séu undir í þessu vali. Þær myndir sem akademíumeðlimir kjósa um í ár […]
Eddan 2014
Kvikmyndin Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni 22. febrúar. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Kvikmyndin Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir […]
Eddan á laugardaginn
Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 22. febrúar í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum fyrir framan Silfurbergið og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá. Kynnir kvöldsins verður leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir en ásamt henni munu […]
25% afsláttur í Bíó Paradís
ÍKSA, Íslenska sjónvarps- og kvikmynda akademían, hefur samið við Bíó Paradís um 25% afslátt af almennu miðaverði fyrir Akademíumeðlimi. Það nægir að segja nafnið sitt miðasölu bíósins til að fá afsláttinn. Nú fara allir í bíóið sitt og heimili kvikmyndanna Bíó Paradís. Hér má sjá dagskrána og kynna sér allt það sem Bíó Paradís hefur […]
Aldrei fleiri verk í Eddunni en í ár!
Aldrei hafa fleiri kvikmynda- og sjónvarpsverk verið send inn í Edduna, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunin en í ár. Framleiðendur sendu inn alls 108 verk en innsendingafrestur rann út á miðnætti á mánudag. Þá voru nöfn 288 einstaklinga sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk send inn í fagverðlaun Eddunnar. Í fyrra voru 102 verk […]
Hross í oss í Óskarinn
Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar völdu kvikmyndina Hross í oss sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Hross í oss mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli. Hross í oss hlaut meirihluta atkvæða Akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti 23. september. Kosningin fór fram rafrænt og var […]
Og Edduna hlutu
Kvikmyndin Djúpið var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Hörpu. Djúpið hlaut samtals alls ellefu Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir kvikmyndatöku, klippingu og leikstjórn. Svartur á leik hlaut þrenn verðlaun, fyrir Handrit ársins og leikara og leikkonu í aukahlutverki, sem féll í skaut Maríu Birtu Bjarnadóttur og […]