Opið fyrir innsendingar til síðustu Edduverðlaunanna með óbreyttu sniði

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2023. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á innsendingarvef Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp fyrir Netvarp Eddunnar. Gjald fyrir innsent […]
Edduverðlaunin 2022

Í kvöld var Eddan 2022 haldin við hátíðlega athöfn í Háskólabíó eftir tveggja ára hlé. Hátt í 700 manns mættu á hátíðina og var heldur betur kátt á hjalla þar sem nú er liðinn góður tími síðan fólk hvaðan af úr sjónvarps- og kvikmyndageiranum gat fagnað uppskeru liðins árs í sameiningu. Síðasta ár var metár […]
Tilnefningar til Eddunnar 2022

Tilnefningar til Eddunnar 2022 eru nú opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, fimmtudaginn 28. apríl.
Edduverðlaunin 2021

Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í sjónvarpþætti á RÚV, sunnudaginn 3. október. Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 26 flokkum sem kosin voru af meðlimum ÍKSA, auk verðlauna fyrir sjónvarpsefni ársins sem er almenningskosning. Þá voru árleg Heiðursverðlaun Eddunnar einnig veitt og komu þau í hlut Reynis […]
Eddan 2021 – Tilkynning frá stjórn ÍKSA

Stjórn ÍKSA hefur afráðið að Edduverðlaunin 2021 verði veitt með haustinu með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð. Þegar nær dregur verður tilkynnt um útfærslu á verðlaunaafhendingunni og sjónvarpsútsendingu í tengslum við hana. Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna þann 26. mars síðastliðinn. Netvarp Eddunnar mun opna fyrir akademíumeðlimi þriðjudaginn 20. apríl. Akademíumeðlimir geta […]
Eddan 2021 – Tilkynning tilnefninga

Tilnefningar til Eddunnar 2021 eru nú opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 26. mars. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingafresti lauk […]
Eddan 2021 – Tilnefningar kynntar
Íslenska kvikmynda og sjónvarpsakademían (ÍKSA) mun á föstudaginn 26. mars næstkomandi tilkynna hvaða kvikmyndaverk og kvikmyndagerðarfólk hlýtur tilnefningar til Edduverðlauna árið 2021. Tilnefningarnar verða kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is frá klukkan 11:00. Edduverðlaunin eru veitt árlega af ÍKSA, en þau voru fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru mörg líkt […]
Opið fyrir innsendingar til Eddunnar 2021
Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2021. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2020. Innsendingaferlið er að fullu rafrænt á nýrri innsendingarvef Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp á slóð ÍKSA: http://innsending.eddan.is/ Uppfært: Stjórn ÍKSA hefur fallið frá […]
Framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 93. Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin þann 25.Apríl 2021, en tilnefningar til verðlaunanna verða kynntar 15. mars 2021. Agnes Joy, sem einnig […]
Árni Páll Jóhannsson

Nýverið voru Edduverðlaunin afhent verðlaunahöfum í sjónvarpsdagskrá á RÚV. Í þættinum var minnst þeirra einstaklinga úr kvikmynda- og sjónvarpsgreininni sem létust á árunum 2019 – 2020. Við kveðjum þetta góða fólk með virðingu. Rík ástæða er fyrir stjórn ÍKSA að minnast sérstaklega Árna Páls Jóhannssonar, enda lifir minning hans ekki bara í ódauðlegum listakverkum og […]