Dagsetning

Áhorfendaverðlaun Eddunnar

Líkt og undanfarin ár gefst almenningi kostur á að velja sinn uppáhaldssjónvarpsmann í símakosningu á meðan á útsendingu Eddunnar stendur. Forkosning er þegar hafin á visir.is, þar sem hægt er að velja á milli 30 nafna og fimm efstu nöfnin halda svo áfram í símakosninguna.

Borið hefur á þeim misskilningi að hægt sé að svindla á forkosningunni á visir.is með því að nota Sveppa trixið svokallaða þ.e. gera Disable Cookies í vafranum eða einfaldlega bíða í sólarhring og kjósa þá aftur.  Hvoru tveggja er hægt og ef fólk hefur ekkert betra við tíma sinn að gera þá getur það eytt sólarhringum fyrir framan tölvuna við þessa iðju. Það mun hins vegar ekki skila neinu því kerfið samkeyrir IP tölur þannig að þegar upp er staðið þá hefur hver IP tala aðeins eitt atkvæði.

AÐRAR FRÉTTIR