Search
Close this search box.

Dagsetning

Tilnefningar í Sjónvarpsmann ársins

Forvali áhorfenda á sjónvarpmanni ársins á visi.is er nú lokið og þeir fimm sjónvarpsmenn sem röðuðu sér í efstu sætin í netkosningunni eru (í stafrófsröð!):

Andri Freyr Viðarsson
Björn Bragi Arnarsson
Gísli Einarsson
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Sigmar Guðmundsson

Á Edduhátíðinni sjálfri gefst áhorfendum svo kost á að kjósa á milli þessara fimm efstu nafna í símakosningu á meðan hátíðin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2.

Ólíkt öllum öðrum Edduverðlaunum þá er valið á Sjónvarpsmanni ársins alfarið í höndum áhorfenda. Aðrar tilnefningar fara í gegnum fjórar forvalsnefndir og svo kjósa meðlimir Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar á milli tilnefndra verka. Kosning Akademíumeðlima stendur nú sem hæst og lýkur á miðnætti 13. febrúar.

AÐRAR FRÉTTIR