Tilnefningar til Eddunnar 2019 voru tilkynntar í beinni útsendingu á ruv.is og facebook síðu Eddunnar kl. 13.00 í dag.
Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunni og nú eru liðin tuttugu ár frá því því fyrstu verðlaunin voru veitt. Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessi eftirsóttu verðlaun er síst minni nú en undanfarin ár. Þegar upp var staðið höfðu framleiðendur sent alls 118 verk inn í keppnina. Að auki voru 214 innsendingar í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2018 til 31. desember 2018.
Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 78 talsins. Innsendar kvikmyndir eru 7 og stuttmyndir 16. Heimildarmyndir eru 17 og 13 verk flokkast undir barna og unglingaefni.
Níu valnefndir hafa verið að störfum við að horfa á öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd verða í þeim 26 verðlaunaflokkum Eddunnar. Endanleg kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hefst svo 12.febrúar og stendur í rúma viku.
Úrslitin verða svo kynnt á Edduhátíðinni 2019 sem verður haldin föstudagskvöldið 22. febrúar í Austurbæ og sýnd beint á RÚV.
Barna- og unglingaefni Ársins
Víti í Vestmannaeyjum
Lói – þú flýgur aldrei einn
Stundin okkar