Eins og kunnugt er hlaut íslenska þjóðin heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í ár. Í dag var styttan formlega afhent á Þjóðminjasafninu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við styttunni úr höndum Björns Brynjúlfs Björnssonar formanns ÍKSA fyrir hönd þjóðarinnar. Íslendingar geta heimsótt Þjóðminjasafnið og skoðað styttuna og tekið mynd af sér með hana auk þess sem hægt er að prenta út sitt heiðursskjal á forsíðu Eddusíðunnar.
Verðlaunin eru veitt með kæru þakklæti fyrir dyggan stuðning við íslenskan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað í gegnum tíðina.