Search
Close this search box.

Dagsetning

Síðustu forvöð til að greiða aðildargjöld

Kjörskrá Eddunnar 2013 verður lokað á miðnætti mánudaginn 28. janúar. Aðeins þeir Akademíumeðlimir sem þá verða búnir að borga félagsgjöld Akademíunnar (ÍKSA) eru á kjörskránni og geta kosið á milli tilnefndra verka. Þeir sem ekki greiddu aðildargjöld ÍKSA í fyrra eru dottnir út af aðildarskrá og þurfa að sækja um aðild að ÍKSA að nýju, óski þeir þess að ganga aftur í Akademíuna og öðlast kosningarétt.

Hér má sjá hverjir eru félagsmenn ÍKSA.
Hér má sjá hvaða félagsmenn eru búnir að greiða félagsgjöldin og komnir á kjörskrá.

Ekki láta eindaga greiðsluseðilsins í heimabankanum rugla ykkur. Eindaginn er 10. september og þeir sem ekki verða búnir að greiða þá, detta út af félagaskránni og þurfa að sækja um aðild að nýju, kjósi þeir þess. Gjalddaginn er hins vegar 28. janúar og enn og aftur: Aðeins þeir sem eru búnir að greiða fyrir þann tíma, eru á kjörskrá Eddunnar 2013.

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna miðvikudaginn 30. janúar og samdægurs hefst kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka. Kosningin fer fram með þeim hætti að allir þeir Akademíumeðlimir sem búnir eru að greiða aðildargjöldin, fá sendan rafrænan kjörseðil á netfangið sitt og hafa tvær vikur til að kjósa. Þeir sem ekki eru með netfang geta kosið á skrifstofu Kvikmyndamiðstöðvar, Hverfisgötu 54. Vinsamlegast hringið áður til að boða komu ykkar í Brynhildi í síma 6920029.

Edduhátíðin sjálf verður svo haldin með pompi og prakt laugardaginn 16. febrúar. Alls verða veitt 24 Edduverðlaun á hátíðinni sem sýnd verður í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2.

AÐRAR FRÉTTIR