Dagsetning

Edduverðlaunin 2022

Í kvöld var Eddan 2022 haldin við hátíðlega athöfn í Háskólabíó eftir tveggja ára hlé. Hátt í 700 manns mættu á hátíðina og var heldur betur kátt á hjalla þar sem nú er liðinn góður tími síðan fólk hvaðan af úr sjónvarps- og kvikmyndageiranum gat fagnað uppskeru liðins árs í sameiningu. Síðasta ár var metár í útkomu leikins sjónvarpsefnis og kvikmynda í fullri lengd en aldrei hafa jafn mörg verk komið til sýninga á einu ári í sögu íslenskrar sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Alls sendu framleiðendur 138 verk. Að auki voru 369 innsendingar til fagverðlauna. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hlutu verðlaunin 2022. 

 

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS

Verk: Birta 

Framleiðslufyrirtæki: H.M.S Productions 

Framleiðandi: Bragi Þór Hinriksson, Helga Arnardóttir, Valdimar Kúld og Pálmi Guðmundsson

 

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS

Verk: Kveikur 

Frameiðslufyrirtæki: RÚV

 

HEIMILDAMYND ÁRSINS

Verk: Hækkum rána 

Framleiðslufyrirtæki: Sagafilm 

Framleiðendur: Margrét Jónasdóttir og Outi Rousu

 

ÍÞRÓTTAEFNI ÁRSINS

Verk: Víkingar Fullkominn endir 

Framleiðslufyrirtæki: Stöð 2 Sport og Stöð 2 

Framleiðendur: Garðar Örn Arnarson og Gunnlaugur Jónsson

 

KVIKMYND ÁRSINS

Verk: Dýrið 

Framleiðslufyrirtæki: Go to Sheep 

Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim

 

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS

Verk: Systrabönd 

Framleiðslufyrirtæki: Sagafilm 

Framleiðendur: Tinna Proppé, Hilmar Sigurðsson og Kjartan Þór Þórðarson

 

MANNLÍFSÞÁTTUR ÁRSINS

Verk: Missir 

Framleiðslufyrirtæki: Repulik 

Framleiðendur: Lárus Jónsson, Árni Þór Jónsson, Halldór Hilmisson og Ada Benjamínsdóttir

 

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS

Verk: Tónlistarmennirnir okkar 

Framleiðslufyrirtæki: Pelikula fyrir Stöð 2 

Framleiðendur: Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason

 

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS

Verk: Vikan með Gísla Marteini 

Framleiðslufyrirtæki: RÚV 

Framleiðandi: Ragnar Eyþórsson

 

STUTTMYND ÁRSINS

Verk: Heartless Reykjavík 

Framleiðslufyrirtæki: Rocket og Sagafilm 

Framleiðendur: Tinna Proppé og Haukur Björgvinsson

 

BRELLUR ÁRSINS

Frederik Nord & Peter Hjorth – Dýrið

 

BÚNINGAR ÁRSINS

Margrét Einarsdóttir – Dýrið

 

GERVI ÁRSINS

Ragna Fossberg – Katla

 

HANDRIT ÁRSINS

Valdimar Jóhannsson & Sjón – Dýrið

 

HLJÓÐ ÁRSINS

Ingvar Lundberg & Björn Viktorsson – Dýrið

 

KLIPPING ÁRSINS

Agnieszka Glinska – Dýrið

 

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS

Eli Arenson – Dýrið

 

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Hilmir Snær Guðnason – Dýrið

 

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Björn Hlynur Haraldsson – Dýrið

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir – Systrabönd

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

María Heba Þorkelsdóttir – Systrabönd

 

LEIKMYND ÁRSINS

Snorri Freyr Hilmarsson – Dýrið

 

LEIKSTJÓRI ÁRSINS

Valdimar Jóhannsson – Dýrið

 

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS

Helgi Seljan

 

TÓNLIST ÁRSINS

Þórarinn Guðnason Dýrið

 

UPPTÖKU- EÐA ÚTSENDINGASTJÓRI ÁRSINS

Salóme Þorkelsdóttir fyrir Tónaflóð á Menningarnótt

 

SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS – ALMENNINGSKOSNING

Benedikt Búálfur

AÐRAR FRÉTTIR