Kvikmyndin Eldfjall hlaut alls fimm verðlaun, meðal annars sem Kvikmynd ársins, á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór með pompi og prakt í Gamla bíói í kvöld. Á annan veg hlaut þrenn verðlaun og kvikmyndin Hetjur Valhallar – Þór fékk tvenn verðlaun.
Pressa 2 var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Jóhannesar Kr. Kristjánssonar úr Kastljósi. Þá völdu áhorfendur Þóru Arnórsdóttur í símakosningu á meðan á útsendingu Eddunnar stóð og hlaut hún Áhorfendaverðlaun ársins.
Hins vegar er óhætt er að segja að Pétur Jóhann Sigfússon hafi stolið senunni þegar hann afhenti verðlaun í hlébarðabúningnum sem gerði garðinn frægan á Edduhátíðinni í fyrra.
Eftirfarandi eru verkin sem unnu til verðlauna á þessari þrettándu uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar:
Kvikmynd ársins
Eldfjall
Leikið sjónvarpsefni ársins
Pressa 2
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Landinn
Skemmtiþáttur ársins
Áramótamót Hljómskálans
Menningar- eða lífstílsþáttur ársins
Hljómskálinn
Heimildamynd ársins
Andlit norðursins
Stuttmynd ársins
Skaði
Barnaefni ársins
Algjör Sveppi og töfraskápurinn
Leikstjóri ársins
Rúnar Rúnarsson – Eldfjall
Handrit ársins
Rúnar Rúnarsson – Eldfjall
Sjónvarpsmaður ársins
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Margrét Helga Jóhannsdóttir – Eldfjall
Leikari ársins í aðalhlutverki
Theodór Júlíusson – Eldfjall
Leikkona ársins í aukahlutverki
María Heba Þorkelsdóttir – Okkar eigin Osló
Leikari ársins í aukahlutverki
Þorsteinn Bachmann – Á annan veg
Kvikmyndataka ársins
Árni Filippusson – Á annan veg
Klipping ársins
Elísabet Ronaldsdóttir – Hetjur Valhallar – Þór
Hljóð ársins
Gunnar Árnason – Borgríki
Tónlist ársins
Hilmar Örn Hilmarsson – Andlit norðursins
Leikmynd ársins
Gunnar Karlsson – Hetjur Valhallar – Þór
Búningar ársins
Margrét Einarsdóttir, Eva Vala Guðjónsdóttir – Á annan veg
Gervi ársins
Ragna Fossberg – Áramótaskaupið
Heiðursverðlaun ársins
Vilhjálmur Knudsen
Áhorfendaverðlaun ársins
Þóra Arnórsdóttir