Dagsetning

Eddan verður afhent 19. febrúar 2011

eddan gripurEdduverðlaunin 2011 verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi. Verðlaunin taka til verka sem framleidd eru og sýnd á árinu 2010. Edduverðlaunin eru uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Meðlimir Akademíunnar, sem nú eru yfir eitt þúsund talsins, kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin. Verðlaunagripurinn er eftir Magnús Tómasson myndlistarmann. Verkið, sem er um 40 sentímetra hátt steypt í brons, sýnir Óðinn og Gunnlöðu og heldur Gunnlöð á einu kerjanna sem skáldskaparmjöðurinn var geymdur í.

AÐRAR FRÉTTIR