Ástin sem eftir er, framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, kvikmyndagagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta er í þriðja sinn Hlyni hlotnast þessi heiður. […]
TILNEFNINGAR TIL EDDUNNAR 2025

Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, þriðjudaginn 25. febrúar. Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni (ÍKSA) frá árinu 1999. Á síðasta ári voru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin aðskilin og Edduverðlaunin veitt í fyrsta […]
Kvikmyndaverðlaun Eddunnar 2025 – opið fyrir innsendingar

Opnað hefur verið fyrir innsendingar kvikmyndaverka fyrir Edduna 2025. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á innsendingarvef Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp fyrir Edduvarpið. Innsendingargjöld eru sem hér segir: Frestur til […]
Snerting er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2025

Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2025. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, kvikmyndagagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsögn dómnefndar er svohljóðandi: ,,Snerting er í senn epísk og afskaplega mannleg saga um tilfinningar, ást, eftirsjá […]
ÍKSA kallar eftir innsendingum vegna Óskarsverðlaunanna 2025

Nú líður að því að ákvarðað verður um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. En árlega sendir ÍKSA (Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían) framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum ,,Besta alþjóðlega myndin”. Opnað hefur verið fyrir innsendingar til og með 12. Ágúst 2024. Gjaldgengar eru allar kvikmyndir, 40 mínútur eða lengri, sem frumsýndar eru á Íslandi á […]
Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Eddunnar 2024

Tilnefningar til Kvikmyndaverðlauna Eddunnar 2024 hafa verið gerðar opinberar en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 16. febrúar. Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni frá árinu 1999. Hátíðin í ár markar þáttaskil þar sem kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum hefur verið skipt upp og […]
Þín bíður veisla inn á Netvarpi Eddunnar

Netvarp Eddunnar hefur verið opnað og kosning er að hefjast. Allir kjörgengir meðlimir ÍKSA geta nú skráð sig inn og horft á tilnefnd verk til Eddunnar 2023. Innskráning er á slóðinni: innskraning.eddan.is og notast er við Rafræn skilríki til innskráningar. Kosning akademíunnar Kosningin fer fram rafrænt dagana 3.- 14. mars.Allir þeir sem hafa greitt aðildagjöld ÍKSA fá kjörseðil sendann í tölvupósti. Tilnefnd […]
Tilkynning varðandi flokkinn Handrit ársins

Stjórn ÍKSA hefur falið framkvæmdastjóra að óska eftir að valnefnd handrita hefji störf að nýju og meti hvort handrit Verbúðarinnar hljóti tilnefningu í flokknum Handrit ársins. Ákvörðun þessi var tekin í gær, 5. mars 2023 og fær valnefnd frest til hádegis þriðjudagsins 7. mars næstkomandi til að skila niðurstöðu. Verði niðurstaða valnefndar sú að Verbúð […]
Tilnefningar til Eddunnar 2023

Tilnefningar til Eddunnar 2023 hafa verið gerðar opinberar en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og ruv.is milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 3. mars. Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni síðan árið 1999. Þetta ár markar ákveðin þáttaskil því þetta verður í síðasta sinn sem verðlaunin verða […]
Eddan 2021 – Tilkynning tilnefninga

Tilnefningar til Eddunnar 2021 eru nú opinberar, en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is á milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 26. mars. Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingafresti lauk […]