Nýverið voru Edduverðlaunin afhent verðlaunahöfum í sjónvarpsdagskrá á RÚV.
Í þættinum var minnst þeirra einstaklinga úr kvikmynda- og sjónvarpsgreininni sem létust á árunum 2019 – 2020.
Við kveðjum þetta góða fólk með virðingu.
Rík ástæða er fyrir stjórn ÍKSA að minnast sérstaklega Árna Páls Jóhannssonar, enda lifir minning hans ekki bara í ódauðlegum listakverkum og kvikmyndum, heldur í verðlaunagripnum sem hann hannaði fyrir ÍKSA árið 2016.
Ferill Árna Páls er þess eðlis að það lá beint við að fara þess á leit við hann að spreyta sig á að hanna gripinn, en sammælst hafði verið í stjórn um að gerður yrði nýr verðlaunagripur.
Árni Páll hlaut heiðursverðlaun ÍKSA árið 2007 og hafði þá þegar hannað leikmyndir í um langt skeið, en alls kom hann að hönnun yfir 20 kvikmynda á ferli sínum. Þar að auki var hann virtur myndlistarmaður með langan feril að baki sem slíkur.
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían minnist Árna Páls Jóhannssonar með hlýju og þakklæti. Hann var framúrskarandi listamaður, glettinn, stálheiðarlegur og æðrulaus – eins og sýndi sig í áralangri baráttu hans við sjúkdóminn sem að lokum hafði yfirhöndina. Hann lét það ástand ekki stöðva sig og sökkti sér í að hanna Eddustyttuna sem við erum svo stolt af.
Árni Páll Jóhannsson fæddist 13. október 1950 og lést 23. júlí 2020.
Aðstandendum vottum við innilega samúð.
Hér fylgir textinn sem Árni Páll setti saman og sendi okkur þegar hann kynnti gripinn til leiks. Þessi orð eru mikilvægur hluti listaverksins sem Edduverðlaunin eru: