Search
Close this search box.

EDDAN

2016

Ragna Fossberg

Ragna Fossberg förðunarmeistari hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2016 fyrir einstakt framlag sitt til íslenskra kvikmynda og sjónvarps.

Ragna hefur bókstaflega verið í andlitinu á fólki í meira en hálfa öld. Hún getur sjálfsagt namedroppað mest og best allra Íslendinga því hún hefur átt í nánum samskiptum við kvikmyndastjörnur, stjórnmálaleiðtoga, tónlistarmenn og listafólk allt frá áttundi áratug tuttugustu aldar. 

Allir sem eru einhverjir og einhverjir sem eru ekki allra hafa farið í stólinn hjá Rögnu. Án hennar myndum við líta hörmulega út og þegar einhver á að líta hörmulega út þá er líka hringt í Rögnu. 

Ferilskrá Rögnu Fossberg er samofin íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu. Hún hefur leitt förðun og hár hjá RÚV frá því fyrir litasjónvarp. Hún hefur tekið þátt í sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum um allan heim, allt frá sjónvarpsframleiðslu á Norðurlöndum til stórmynda úr smiðju Hollywood. 

Hún er margverðlaunuð á sínu sviði og hefur meðal annars hlotið sjö Edduverðlaun. Hún er ávallt móðins, alltaf til staðar, stöðugt fagleg, örugg og fumlaus.