RIFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldin er í Reykjavík og fer fram dagana 26. september – 6. október næstkomandi.
Á hátíðinni í ár er fjölbreytt og spennandi dagskrá sem flestir meðlimir ÍKSA ættu að hafa áhuga á. RIFF stendur yfir í ellefu daga og býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar.
Dagskrá og miðasala fer fram á www.riff.is
Rafræna útgáfu af dagskrárritinu má nálgast hér.
Einnig er dagskrá Bransadaga á rafrænu formi og margt mjög áhugavert í boði. Dagskránna má nálgast hér.