Search
Close this search box.

Dagsetning

Edduverðlaunahátíðin 2018
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar var sigursælust á Edduverðlaunahátíðinni sem fram fór í kvöld fóru heim með tíu verðlaun. Kvikmyndin Undir trénu kom þar næst með sjö verðlaun.

Fangar fengu meðal annars verðlaun sem besta leikna sjónvarpsefnið og fyrir handrit, klippingu og kvikmyndatöku ársins. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki en þar bar svo við að allar þrjár leikonurnar sem voru tilnefndar léku í Föngum. Þá hlaut Pétur Ben verðlaun fyrir tónlist sína úr þáttunum en hann nýtti tækifærið til að minnast kvikmyndatónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar sem lést nýlega fyrir aldur fram. Pétri varð nánast orða vant þegar hann minntist á Jóhann í ræðu sinni en allur salurinn reis úr sætum með dúndrandi lófaklappi til að votta virðinga sína.

Kvikmyndin Undir Trénu hlaut sjö verðlaun þar á meðal sem besta mynd, Hafsteinn Gunnarsson fyrir bestu leikstjórn, Edda Björgvinsdóttur sem besta leikkona í aðalhlutverki og Steindi Jr. fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Unnsteinn Manúel Stefánsson var valinn sjónvarpsmaður ársins fyrir þáttinn Hæpið, fréttaskýringaþátturinn Kveikur er frétta- og viðtalsþáttur ársins og Leitin að upprunanum var valinn mannlífsþáttur ársins. Þá hlaut leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir heiðursverðlaunin í ár.

Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar og vinningshafa:

Barna- og unglingaefni Ársins

Loforð
Sumarbörn
Örkin

Frétta- eða viðtalsþáttur Ársins

Auðæfi hafsins 2
Fósturbörn
Kveikur

Heimildarmynd Ársins

Háski fjöllin rumska
Out of Thin Air
Reynir sterki

Kvikmynd Ársins

Svanurinn
Undir trénu
Vetrarbræður

Leikið sjónvarpsefni Ársins

Fangar
Loforð
Stella Blómkvist

Menningarþáttur Ársins

Framapot
Kiljan
Klassíkin okkar
Opnun
Tungumál framtíðarinnar

Mannlífsþáttur Ársins

Hæpið
Leitin að upprunanum
Paradísarheimt
Ævar vísindamaður
Ævi

Skemmtiþáttur Ársins

Andri á flandri í túristalandi
Áramótaskaup 2017
Hulli 2

Stuttmynd Ársins

Atelier
Frelsun
Munda

Brellur Ársins

Kontrast, Davíð Jón Ögmundsson, Sigurgeir Arinbjarnarson og Arnar Jónsson fyrir Stellu Blómkvist
Pétur Karlsson fyrir Svaninn
The Gentlemen Broncos, Alexander Schepelern, Emil Pétursson og Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Undir trénu

Búningar Ársins

Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Stellu Blómkvist
Helga Rós V. Hannam fyrir Fanga
Sylvia Dögg Halldórsdóttir fyrir Svaninn

Gervi Ársins

Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Out of Thin Air
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir fyrir Fanga

Handrit

Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn
Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu
Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason fyrir Fanga

Hljóð Ársins

Björn Viktorsson, Frank Mølgaard Knudsen og Sylvester Holm fyrir Undir trénu
Huldar Freyr Arnarson, Pétur Einarsson og Daði Georgson fyrir Fanga
Tina Andreas fyrir Svaninn

Klipping Ársins

Guðni Hilmar Halldórsson og Gunnar Bjarni Guðbjörnsson fyrir Stellu Blómkvist
Kristján Loðmfjörð fyrir Undir trénu
Valdís Óskarsdóttir, Sigurður Eyþórsson og Sverrir Kristjánsson fyrir Fanga

Kvikmyndataka

Jakob Ingimundarson fyrir Ég man þig
Martin Neumeyer fyrir Svaninn
Árni Filippusson fyrir Fanga

Leikari í aðalhlutverki

Elliott Crosset Hove fyrir Vetrarbræður
Jóhannes Haukur Jóhannesson fyrir Ég man þig
Steinþór Hróar Steinþórsson fyrir Undir trénu

Leikkona í aðalhlutverki

Edda Björgvinsdóttir fyrir Undir trénu
Gríma Valsdóttir fyrir Svaninn
Heiða Rún Sigurðardóttir fyrir Stellu Blómkvist

Leikkona í aukahlutverki

Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Fanga
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Fanga
Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Fanga

Leikari í aukahlutverki

Lars Mikkelsen fyrir Vetrarbræður
Sigurður Sigurjónsson fyrir Undir trénu
Þorsteinn Bachmann fyrir Undir trénu

Leikmynd Ársins

Haukur Karlsson fyrir Stellu Blómkvist
Heimir Sverrisson fyrir Fanga
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Undir trénu

Leikstjórn Ársins

Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svaninn
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fyrir Undir trénu
Ragnar Bragason fyrir Fanga

Sjónvarpsmaður Ársins

Guðrún Sóley Gestsdóttir fyrir Kastljós og Menninguna
Sigríður Halldórsdóttir fyrir Ævi
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Leitina að upprunanum
Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar
Unnsteinn Manuel Stefánsson fyrir Hæpið

Tónlist Ársins

Daníel Bjarnason fyrir Undir trénu
Gunnar Örn Tynes og Örvar Smárason fyrir Svaninn
Pétur Ben fyrir Fanga

Upptöku- eða útsendingastjórn

Helgi Jóhannesson og Vilhjálmur Siggeirsson fyrir Söngvakeppnina 2017
Helgi Jóhannesson fyrir Njálu
Jón Haukur Jensson fyrir Voice Live
Þór Freysson fyrir Kórar Íslands
Þór Freysson fyrir Nýdönsk: sjálfshátíð í sjónvarpssal

Sjónvarpsefni ársins – Almenn kosning á ruv.is

Fangar
Fósturbörn
Kveikur
Leitin að upprunanum
Loforð
Opnun
Stella Blómkvist
Ævi
Örkin

Fréttin er tekin af ruv.is http://www.ruv.is/frett/fangar-fengu-tiu-edduverdlaun

AÐRAR FRÉTTIR