Search
Close this search box.

Dagsetning

Eddan á laugardaginn

Kosningu er lokið á milli tilnefndra verka í Edduna og næsta laugardag, 21. febrúar, setjum við upp spariskóna og opnum verðlaunaumslögin á Edduhátíðinni 2015.

Eddan fer fram í Silfurbergi í Hörpu og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsendingin hefst um kl. 19 frá Rauða dreglinum þar sem stjörnurnar mæta í sínu fínasta pússi og skömmu síðar hefst hátíðin sjálf.

Kynnir Eddunnar í ár verður Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og hver stórstjarnan á fætur annarri stígur á svið um kvöldið á þessari glæsilegu uppskeruhátíð kvikmynda- og sjónvarpsbransans.

Auk beinu útsendingarinnar, verður Eddan virk á eftirfarandi samfélagsmiðlum, sem munu ekki láta neitt framhjá sér fara, hvort sem það gerist í salnum, á sviðinu eða ekki síst baksviðs þar sem tilfinningarnar verða í hámarki!

Fésbók Eddunnar: Eddan
Instagram: Edduverdlaun
Twitter: @edduverdlaun
Snapchat: Edduverdlaun
Hashtag: #Eddan

AÐRAR FRÉTTIR