Dagsetning

35% fleiri sjónvarpsþættir

Nokkuð fleiri verk voru send inn til Eddunnar í ár en í fyrra og munar þar mest um sjónvarpsþætti.

Í fyrra voru alls 43 innsend sjónvarpsverk en í ár eru þau 58. Þar af eru 8 leiknar sjónvarpsseríur eða þættir, 11 frétta- eða viðtalsþættir, 14 skemmtiþættir og 25 menningar- eða lífsstílsþættir.

Alls voru 8 bíómyndir sendar inn í Edduna í ár sem er sami fjöldi og í fyrra auk 13 stuttmynda og 14 heimildamynda. Í fyrra voru stuttmyndirnar 12 og heimildamyndirnar 19. Fjögur innsend verk falla í flokkinn barnaefni sem er sami fjöldi og í fyrra.

Tilkynnt verður um tilnefningar Edduverðlaunanna þann 3. febrúar.

AÐRAR FRÉTTIR