Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Tilnefningar til Eddunar 2017

Thursday, February 2nd, 2017

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2017 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 1. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga. Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst föstudaginn 3. febrúar og lýkur 20. febrúar. Eddan 2017 uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- […]

Tilnefningar til Eddunnar 2016

Monday, February 15th, 2016

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 10. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga. Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst mánudaginn 15. febrúar og lýkur 22. febrúar. Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- […]

Edda og Óskar sunnudaginn 28. febrúar

Wednesday, February 10th, 2016

Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður haldin hátíðleg sunnudagskvöldið 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þetta kvöld verður mikil veisla fyrir kvikmyndaunnendur því á eftir Eddu kemur Óskar en Óskarsverðlaunin eru afhent sama kvöld. Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessa […]

Opnað fyrir innsendingar í Edduna

Friday, February 5th, 2016

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2016 sem haldin verður um mánaðarmótin febrúar/mars. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2015 til 31. desember 2015. Sjá nánar um innsendingarreglur. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt og er gert í gegnum Innsendingarsíðu Eddunnar þar sem framleiðslufyrirtæki fylla út […]

Hvaða íslenska kvikmynd fer í Óskarinn?

Tuesday, August 25th, 2015

Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2016. Eins og fyrri ár eru það meðlimir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sem kjósa um íslenska framlagið og að þessu sinni verður kosið á milli eftirfarandi íslenskra kvikmynda. Austur Fúsi Grafir og bein Hrútar Webcam Kosningin er rafræn og fer fram dagana 2.-7. september. […]

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011

Thursday, February 3rd, 2011

Hér að neðan eru tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011.
Leikið sjónvarpsefni ársins
Réttur 2
Saga film

Hlemmavídeó
Saga Film

Mér er gamanmál
Blunden framleiðsla ehf.

Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar

Tuesday, February 1st, 2011

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2011 hinn 3. febrúar næstkomandi klukkan 14.00 í Bíó Paradís. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kjósa á milli tilnefndra verka dagana 8.-16. febrúar og verðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn í Íslensku óperunni19. febrúar.

EDDUVERÐLAUNIN 2011

Monday, December 20th, 2010

Frestur til innsendinga kvikmyndaverka til Edduverðlaunanna rennur út 10. janúar 2011, kl. 17:00. Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2010. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar 2011 í Íslensku óperunni. Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar 2011. Eddan verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Hverju innsendu verki […]

Eddan verður afhent 19. febrúar 2011

Tuesday, December 7th, 2010

Edduverðlaunin 2011 verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi. Verðlaunin taka til verka sem framleidd eru og sýnd á árinu 2010. Edduverðlaunin eru uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Meðlimir Akademíunnar, sem nú eru yfir eitt þúsund talsins, kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin. Verðlaunagripurinn er eftir Magnús Tómasson […]

Mamma Gógó verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011

Monday, September 27th, 2010

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían kaus kvikmyndina Mamma Gógó sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011 í rafrænni kosningu sem fram fór 21. – 24. september. Myndin fékk 43% atkvæða akademíumeðlima. Kosið var á milli átta mynda sem frumsýndar voru á tímabilinu 1. október 2009 – 30. september 2010. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Friðrik Þór Friðriksson. […]