Search
Close this search box.

Dagsetning

Úrslit Eddunnar 2025

Á Edduverðlaununum í ár voru veitt samtals 20 verðlaun til kvikmyndaverka sem frumsýnd voru á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024. Uppgötvun ársins fékk Gunnur Martinsdóttir Schlüter en þau verðlaun fær einstaklingur sem ekki hefur hlotið tilnefningu áður í viðkomandi fagverðlaunaflokki en hefur vakið sérstaka athygli fyrir framúrskarandi framlag á árinu.

EGILL OG TINNA HEIÐURSVERÐLAUNAHAFAR 2025

Hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fengu heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir þeirra afar merka, fjölbreytta og mikilvæga framlag til íslenskrar kvikmyndalistar. Þau tilheyra hópi okkar allra fremstu og farsælustu listamanna.
Tinna og Egill hafa í bráðum hálfa öld verið afar stór og mikilvægur hluti íslenskra kvikmynda. Alls eru hlutverk þeirra í kvikmyndum og sjónvarpsverkum vel á sjötta tuginn.

Met í innsendum verkum

Alls bárust 72 verk og 129 innsendingar til fagverðlauna að þessu sinni. Met var slegið í innsendum verkum  en aukningin frá síðustu hátíð var rúm 80%.

EDDUVERÐLAUNAHAFAR 2025


LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Pálmi Kormákur fyrir Snertingu

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Katla Njálsdóttir fyrir Ljósbrot

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS

Geltu

ERLEND KVIKMYND ÁRSINS

Elskling

HEIMILDASTUTTMYND ÁRSINS

Kirsuberjatómatar

STUTTMYND ÁRSINS



BRELLUR ÁRSINS

Jörundur Rafn Arnarson, Christian Sjöstedt & Lea Benjovitz fyrir Ljósbrot

BÚNINGAR ÁRSINS

Margrét Einarsdóttir fyrir Snertingu

GERVI ÁRSINS

Ásta Hafþórsdóttir fyrir Snertingu

HANDRIT ÁRSINS

Ólafur Jóhann Ólafsson & Baltasar Kormákur fyrir Snertingu

HLJÓÐ ÁRSINS

Kjartan Kjartansson fyrir Snertingu

KLIPPING ÁRSINS

Sigurður Eyþórsson fyrir Snertingu

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS

Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Snertingu

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Egill Ólafsson fyrir Snertingu

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Elín Hall fyrir Ljósbrot

LEIKMYND ÁRSINS

Sunneva Ása Weisshappel fyrir Snertingu

LEIKSTJÓRI ÁRSINS

Rúnar Rúnarsson fyrir Ljósbrot

TÓNLIST ÁRSINS

Högni Egilsson fyrir Snertingu

HEIMILDAMYND ÁRSINS

Fjallið það öskrar

KVIKMYND ÁRSINS

Ljósbrot

AÐRAR FRÉTTIR