Kvikmyndaverðlaun Eddunnar voru veitt í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Á hátíðinni voru veitt samtals 20 verðlaun til kvikmyndaverka sem frumsýnd voru á tímabilinu 1. janúar 2023 til 31. desember 2023.
Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni frá árinu 1999. Hátíðin í ár markar þáttaskil þar sem kvikmynda- og sjónvarpsverðlaununum hefur verið skipt upp og eru kvikmyndaverðlaun Eddunnar 2024 afhent í kvöld en sjónvarpsverðlaunin á haustmánuðum.
Heiðursverðlaun ÍKSA 2024 voru veitt Sigurði Sverri Pálssyni.
Til kvikmyndaverðlauna Eddunnar í ár voru send inn alls 39 verk og 132 innsendingar til fagverðlauna. Heimildamyndir voru 8, heimildastuttmyndir 7, kvikmyndir 7 og stuttmyndir 11. 8 valnefndir, 41 einstaklingur sat í valnefndunum fyrir hina 20 verðlaunaflokka.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hlutu verðlaunin 2024
Tilnefningar eru sem hér segir:
BARNA- OG UNGLINGAMYND ÁRSINS
- Konni
- Sætur (Felt Cute)
- Þið kannist við…
ERLEND KVIKMYND ÁRSINS
- Anatomy of a Fall (Fallið er hátt)
- Fallen Leaves
- Killers of the Flower Moon
- Oppenheimer
- Past Lives
HEIMILDAMYND ÁRSINS
- Heimaleikurinn
- Skuld
- Smoke Sauna Sisterhood
HEIMILDASTUTTMYND ÁRSINS
- Konni
- Super Soldier
- Uppskrift: lífið eftir dauðann
KVIKMYND ÁRSINS
- Á ferð með mömmu
- Tilverur
- Villibráð
STUTTMYND ÁRSINS
- Dunhagi 11
- Sorg etur hjarta
- Sætur (Felt Cute)
BRELLUR ÁRSINS
- Davíð Jón Ögmundsson, Dragos Vilcu, Árni Gestur Sigfússon & Rob Tasker fyrir Napóleonsskjölin
- Jörundur Rafn Arnarson fyrir Northern Comfort
- Atli Þór Einarsson fyrir Óráð
BÚNINGAR ÁRSINS
- Helga Rós V. Hannam fyrir Á ferð með mömmu
- Helga Rós V. Hannam fyrir Kulda
- Arndís Ey fyrir Tilverur
GERVI ÁRSINS
- Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Á ferð með mömmu
- Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Kulda
- Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir fyrir Villibráð
HANDRIT ÁRSINS
- Hilmar Oddsson fyrir Á ferð með mömmu
- Erlingur Óttar Thoroddsen fyrir Kulda
- Tyrfingur Tyrfingsson og Elsa María Jakobsdóttir fyrir Villibráð
HLJÓÐ ÁRSINS
- Matis Rei fyrir Á ferð með mömmu
- Björn Viktorsson & Huldar Freyr Arnarson fyrir Northern Comfort
- Huldar Freyr Arnarson fyrir Smoke Sauna Sisterhood
KLIPPING ÁRSINS
- Gunnar B. Guðbjörnsson og Kristján Loðmfjörð fyrir Napóleonsskjölin
- Hendrik Mägar, Tushar Prakash, Qutaiba Barhamji, Martin Männik, Anna Hints fyrir Smoke Sauna Sisterhood
- Ivor Šonje fyrir Tilverur
KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
- Óttar Guðnason fyrir Á ferð með mömmu
- Árni Filippusson fyrir Napóleonsskjölin
- Ants Tammik fyrir Smoke Sauna Sisterhood
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
- Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Á ferð með mömmu
- Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Tilverur
- Gísli Örn Garðarsson fyrir Villibráð
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
- Ólafur Darri Ólafsson fyrir Napóleonsskjölin
- Hilmir Snær Guðnason fyrir Villibráð
- Björn Hlynur Haraldsson fyrir Villibráð
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
- Kristbjörg Kjeld fyrir Á ferð með mömmu
- Elín Hall fyrir Kulda
- Vivian Ólafsdóttir fyrir Napóleonsskjölin
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
- Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kulda
- Selma Björnsdóttir fyrir Kulda
- Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Villibráð
LEIKMYND ÁRSINS
- Heimir Sverrisson fyrir Napóleonsskjölin
- Hulda Helgadóttir, Eggert Ketilsson fyrir Northern Comfort
- Heimir Sverrisson fyrir Villibráð
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
- Hilmar Oddsson fyrir Á ferð með mömmu
- Anna Hints fyrir Smoke Sauna Sisterhood
- Elsa María Jakobsdóttir fyrir Villibráð
TÓNLIST ÁRSINS
- Tönu Kõrvits fyrir Á ferð með mömmu
- Daníel Bjarnason fyrir Northern Comfort
- Eðvarð Egilsson & Eeter fyrir Smoke Sauna Sisterhood
UPPGÖTVUN ÁRSINS
Verðlaunin hlaut Anna Karín Lárusdóttir leikstjóri.