Search
Close this search box.

UM ÍKSA
Akademían

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) var stofnuð árið 1999 og er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu til að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur Akademían m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.

Fyrstu Edduverðlaunin voru veitt sama ár og Akademían var stofnuð eða 1999. Eddan er uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, haldin með það að markmiði að efla hann og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Meðlimir Akademíunnar kjósa sjálfir um þau verk og þá einstaklinga sem fá verðlaunin.

Akademían sér einnig um framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna í Bandaríkjunum. Sérstök valnefnd velur úr þeim myndum sem sendar eru inn og uppfylla skilyrðin ár hvert sem bandaríska kvikmyndaakademían setur.  Í fyrri umferð velur valnefndin tvær myndir sem koma til greina og að lokum er önnur þeirra valin sem framlag Íslands í flokknum Besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Rétt að aðild að Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni hafa þeir er sannanlega hafa unnið að tveimur kvikmynda- og/eða sjónvarpsverkefnum, sjá hér. Aðeins þeir sem hafa greitt aðildargjöld ÍKSA eru á kjörskrá hverju sinni.

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademía (ÍKSA) er skráð einkahlutafélag í eigu eftirtalinna aðila:

  • Félags kvikmyndagerðarmanna (FK)
  • Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK)
  • Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL)

Stjórn ÍKSA er skipuð af stjórnum þessara félaga og eiga tveir frá hverju félagi sæti í stjórn. Auk þess á fulltrúi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ), sæti í stjórn. Aðsetur akademíunnar er að Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík.

ÍKSA er stofnmeðlimur Bandalags evrópskra kvikmyndaakademía, Federation of Film Academies Europe eða FACE (sem kemur í stað Film Academies Network of Europe sem starfað höfðu frá 2006). FACE var formlega stofnað í júlí 2024 í Lúxembourg af kvikmyndaakademíum 20 landa.

Meðal markmiða bandalagsins er að styðja við kvikmyndagerð í Evrópu með virku samstarfi og gæta að hagsmunum hennar með stefnumótandi aðilum.

Verðlaunahafar Eddunnar 2024

Framlag
Íslands til Óskarsverðlauna

Akademían sér um framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna í Bandaríkjunum í flokknum Besta erlenda kvikmyndin. Sérstök valnefnd velur úr þeim myndum sem sendar eru inn og uppfylla skilyrðin ár hvert sem bandaríska kvikmyndaakademían setur.  

stjórn ÍKSA

Anton Máni Svansson, SÍK

Formaður

Ásgrímur Sverrisson, SKL

Meðstjórnandi

Sigríður Rósa Bjarnadóttir, FK

Meðstjórnandi

Kristín Erna Arnardóttir KMÍ

Meðstjórnandi

Steingrímur Dúi Másson, FK

Meðstjórnandi

Hrönn Kristinsdóttir, SÍK

Meðstjórnandi

Helena Jónsdóttir, SKL

Meðstjórnandi

Ingibjörg Gréta Gísladóttir

Framkvæmdastjóri

fyrri
stjórnir ÍKSA

Stjórn ÍKSA 2023 - 2024

  • Anton Máni Svansson, SÍK formaður
  • Ásgrímur Sverrisson, SKL, meðstjórnandi
  • Hákon Már Oddsson, FK, ritari
  • Heather Millard, SÍK meðstjórnandi
  • Helena Jónsdóttir, SKL, meðstjórnandi
  • Krisín Erna Arnardóttir, KMÍ, meðstjórnandi
  • Steingrímur Dúi Másson, FK meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2022 - 2023

  • Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaður
  • Karna Sigurðardóttir, SKL, ritari
  • Ásgrímur Sverrisson, SKL, meðstjórnandi
  • Arnar Þórisson FK, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi
  • Steingrímur Dúi Másson, FK meðstjórnandi
  • Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2021 - 2022

  • Hlín Jóhannesdóttir, SÍK, formaður
  • Karna Sigurðarsdóttir, SKL, ritari
  • Ásgrímur Sverrissson, SKL, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ,  meðstjórnandi
  • Sigríður Rósa Bjarnadóttir, FK, meðstjórnandi
  • Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2019 - 2020

  • Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaður
  • Stefanía Thors, FK, meðstjórnandi
  • Helga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandi
  • Sigríður Rósa Bjarnadóttir, FK, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi
  • Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2016 - 2019

  • Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaður
  • Stefanía Thors, FK, ritari
  • Helga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandi
  • Fahad Jabali, FK, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi
  • Silja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandi
  • Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2014 - 2016

  • Hilmar Sigurðsson, SÍK, formaður
  • Hlín Jóhannesdóttir, SÍK, gjaldkeri
  • Stefanía Thors, FK, ritari
  • Árni Ólafur Ásgeirsson, SKL, meðstjórnandi
  • Fahad Jabali, FK, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi
  • Silja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2012 - 2014

  • Hilmar Sigurðsson, formaður
  • Snorri Þórisson, gjaldkeri
  • Stefanía Thors, ritari
  • Anton Máni Svansson, meðstjórnandi
  • Árni Ólafur Ásgeirsson, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
  • Silja Hauksdóttir, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2011 - 2012

  • Hilmar Sigurðsson, formaður
  • Snorri Þórisson, gjaldkeri
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir, ritari
  • Anton Máni Svansson, meðstjórnandi
  • Árni Ólafur Ásgeirsson, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
  • Ragnar Bragason, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2010 - 2011

  • Hilmar Sigurðsson, formaður
  • Snorri Þórisson, gjaldkeri
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir, ritari
  • Anton Máni Svansson, meðstjórnandi
  • Árni Ólafur Ásgeirsson, meðstjórnandi
  • Laufey Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
  • Ragnar Bragason, meðstjórnandi

Stjórn ÍKSA 2009 - 2010

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
  • Ásgrímur Sverrisson (hætti)
  • Friðrik Þór Friðriksson
  • Hilmar Sigurðsson, gjaldkeri
  • Hjálmtýr Heiðdal, ritari
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir
  • Laufey Guðjónsdóttir

Stjórn ÍKSA 2008 - 2009

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
  • Anna María Karlsdóttir
  • Friðrik Þór Friðriksson
  • Guðbergur Davíðsson, gjaldkeri
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir
  • Laufey Guðjónsdóttir
  • Reynir Lyngdal

Stjórn ÍKSA 2007 - 2008

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður (fyrri hluta)
  • Anna María Karlsdóttir, formaður (seinni hluta)
  • Guðbergur Davíðsson, gjaldkeri
  • Halldór Þorgeirsson (fyrri hluta)
  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir
  • Laufey Guðjónsdóttir
  • Reynir Lyngdal (seinni hluta)

Stjórn ÍKSA 2006 - 2007

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
  • Anna María Karlsdóttir
  • Ásgrímur Sverrisson
  • Halldór Þorgeirsson
  • Hilmar Oddsson
  • Jón Karl Helgason, gjaldkeri
  • Laufey Guðjónsdóttir

Stjórn ÍKSA 2005 - 2006

  • Elísabet Rónaldsdóttir, formaður
  • Anna María Karlsdóttir (hætti)
  • Ásgrímur Sverrisson, ritari
  • Björn Brynjúlfur Björnsson
  • Hilmar Oddson
  • Jón Karl Helgason, gjaldkeri
  • Kristín Atladóttir
  • Laufey Guðjónsdóttir

Stjórn ÍKSA 2004 - 2005

  • Kristín Atladóttir, formaður
  • Ari Kristinsson
  • Ásgrímur Sverrisson
  • Björn Brynjúlfur Björnsson
  • Friðrik Þór Friðriksson (hætti)
  • Hilmar Oddsson
  • Jón Karl Helgason, gjaldkeri
  • Laufey Guðjónsdóttir
  • Sveinn M Sveinsson

Stjórn ÍKSA 2003 - 2004

  • Kristín Atladóttir, formaður
  • Ari Kristinsson
  • Ásgrímur Sverrisson
  • Björn Brynjúlfur Björnsson
  • Friðrik Þór Friðriksson
  • Guðmundur Kristjánsson, ritari
  • Hilmar Oddsson
  • Jón Karl Helgason, gjaldkeri
  • Laufey Guðjónsdóttir

Stjórn ÍKSA 2002 – 2003

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
  • Ari Kristinsson
  • Ásgrímur Sverrisson
  • Friðrik Þór Friðriksson
  • Guðmundur Kristjánsson, ritari
  • Jón Karl Helgason, gjaldkeri
  • Þorfinnur Ómarsson

Stjórn ÍKSA 2001 – 2002

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
  • Ari Kristinsson
  • Ásgrímur Sverrisson
  • Friðrik Þór Friðriksson
  • Guðmundur Kristjánsson
  • Jón Karl Helgason, gjaldkeri
  • Þorfinnur Ómarsson

Stjórn ÍKSA 2000 – 2001

  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
  • Ari Kristinsson
  • Ásgrímur Sverrisson
  • Friðrik Þór Friðriksson
  • Guðmundur Kristjánsson
  • Jón Karl Helgason, ritari
  • Þorfinnur Ómarsson

Stjórn ÍKSA 1999 – 2000

  • Jón Þór Hannesson, formaður (hætti)
  • Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður (tók við)
  • Ari Kristinsson
  • Brynja Benediktsdóttir
  • Hrafn Gunnlaugsson
  • Jón Karl Helgason
  • Þorfinnur Ómarsson