Search
Close this search box.

Dagsetning

Tilnefningar til Eddunnar 2023

Tilnefningar til Eddunnar 2023 hafa verið gerðar opinberar en þær voru kynntar á Facebook síðu Eddunnar og ruv.is milli kl. 11:00 og 14:00 í dag, föstudaginn 3. mars. 

Verðlaunin hafa verið veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni síðan árið 1999. Þetta ár markar ákveðin þáttaskil því þetta verður í síðasta sinn sem verðlaunin verða veitt í núverandi mynd þar sem sjónvarp og kvikmyndir heyra til sömu verðlauna. 

Innsend verk í ár eru fjölmörg, en þegar innsendingarfresti lauk þann 24. janúar sl. höfðu framleiðendur sent inn alls 165 verk. Að auki voru 332 innsendingar til fagverðlauna Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2022 til 31. desember 2022.

Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 117 talsins og kvikmyndir 10, heimildamyndir eru 9 og 22 verk flokkast undir barna- og unglingaefni.

Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir öll innsend verk og tilnefna í samtals 27 verðlaunaflokkum. Endanlegt val er svo í höndum Akademíunnar sem tilkynnt verður á hátíðinni sem haldin verður í Háskólabíó 19. mars næstkomandi. Hátíðin verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV að venju. 

Auk þeirra verðlauna sem veitt verða í þeim flokkum sem taldir eru upp hér fyrir neðan verða veitt sérstök heiðursverðlaun sem tilkynnt verða á hátíðinni, sem og verðlaun fyrir sjónvarpsefni ársins en val á því fer fram með sérstakri kosningu sem opin verður öllum á rúv.is.

Tilnefningar eru sem hér segir:

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS

  • Abbababb!
  • Krakkaskaupið
  • Miðjan
  • Ævintýri Tulipop
  • Randalín og Mundi: Dagar í desember

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSEFNI ÁRSINS

  • Vigdís – forseti á friðarstóli
  • Kompás
  • Krakkafréttir
  • Kveikur
  • Um land allt

HEIMILDAMYND ÁRSINS

  • Velkominn Árni
  • Út úr myrkrinu
  • Sundlaugasögur

ÍÞRÓTTAEFNI ÁRSINS

  • Jón Arnór
  • Úrslitakeppni í körfubolta / Körfuboltakvöld
  • Förum á EM
  • HM stofan/HM kvöld (Fótbolti karla)
  • Alex From Iceland

KVIKMYND ÁRSINS

  • Svar við bréfi Helgu
  • Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Against the Ice
  • Berdreymi
  • Volaða Land

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS

  • Trom
  • Svörtu sandar
  • Randalín og Mundi: Dagar í desember
  • Brúðkaupið mitt
  • Verbúðin

MANNLÍFSEFNI ÁRSINS

  • Æði 4
  • Leitin að upprunanum
  • Börnin okkar
  • Náttúran mín
  • Hvunndagshetjur

MENNINGAREFNI ÁRSINS

  • Veislan
  • Morð í norðri
  • Skapalón
  • Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
  • Klassíkin okkar

SKEMMTIEFNI ÁRSINS

  • Stóra sviðið
  • Krakkakviss
  • Krakkaskaupið
  • Áramótaskaup 2022
  • Hraðfréttir 10 ára

STUTTMYND ÁRSINS

  • Mitt Draumaland
  • Hávængja (Chrysalis)
  • Kílómetrar
  • Hreiður
  • HEX

Flokkar fagverðlauna:

BRELLUR ÁRSINS

  • Magic Lab, Haymaker, Split fyrir Berdreymi
  • Rob Tasker fyrir Abbababb!
  • Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Svörtu sanda
  • Guðjón Jónsson (VFX Supervisor) Monopix / ShortCut / MPC / Union VFX/ Filmgate fyrir Against the Ice
  • Davíð Jón Ögmundsson fyrir Verbúðina

BÚNINGAR ÁRSINS

  • Eugen Tamberg fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Helga Rós Hannam fyrir Berdreymi
  • Nina Grønlund fyrir Volaða Land
  • Margrét Einarsdóttir fyrir Against the Ice
  • Margrét Einarsdóttir & Rebekka Jónsdóttir fyrir Verbúðina

GERVI ÁRSINS

  • Evalotte Oosterop fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Berdreymi
  • Katrine Tersgov fyrir Volaða Land
  • Hafdís Kristín Lárusdóttir fyrir Abbababb!
  • Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Verbúðina

HANDRIT ÁRSINS

  • Heimir Bjarnason fyrir Þrot
  • Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Berdreymi
  • Hlynur Pálmason fyrir Volaða Land
  • Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir fyrir Vitjanir

HLJÓÐ ÁRSINS

  • Gunnar Árnason fyrir Skjálfta
  • Tuomas Klaavo fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Yanna Soentjens, Matthias Hillegeer fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Björn Viktorsson & Kristian Eidnes Andersen fyrir Volaða Land
  • Kjartan Kjartansson fyrir Against the Ice

KLIPPING ÁRSINS

  • Antti Reikko fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Andri Steinn Guðjónsson & Anders Skov fyrir Berdreymi
  • Julius Krebs Damsbo fyrir Volaða Land
  • Úlfur Teitur Traustason fyrir Svörtu sanda
  • Kristján Loðmfjörð fyrir Verbúðina

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS

  • Jasper Wolf fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Sturla Brandth Grøvlen fyrir Berdreymi
  • Maria von Hausswolff fyrir Volaða Land
  • Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Svörtu sanda
  • Hrafn Garðarsson fyrir Verbúðina

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

  • Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Birgir Dagur Bjarkason fyrir Berdreymi
  • Viktor Benóný Benediktsson fyrir Berdreymi
  • Ingvar E. Sigurðsson fyrir Volaða Land
  • Gísli Örn Garðarsson fyrir Verbúðina

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

  • Björn Thors fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Blær Hinriksson fyrir Berdreymi
  • Hilmar Guðjónsson fyrir Volaða Land
  • Guðjón Davíð Karlsson fyrir Verbúðina
  • Ingvar E. Sigurðsson fyrir Verbúðina

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

  • Hera Hilmarsdóttir fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Sara Dögg Ásgeirsdóttir fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Aldís Amah Hamilton fyrir Svörtu sanda
  • Kría Burgess fyrir Randalín og Mundi: Dagar í desember
  • Nína Dögg Filippusdóttir fyrir Verbúðina

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

  • Aníta Briem fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir Svörtu sanda
  • Katla Njálsdóttir fyrir Vitjanir
  • Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Verbúðina
  • Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir Verbúðina

LEIKMYND ÁRSINS

  • Heimir Sverrisson fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Systa Björnsdóttir fyrir Abbababb!
  • Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga fyrir Svörtu sanda
  • Atli Geir Grétarsson fyrir Against the Ice
  • Atli Geir Grétarsson & Ólafur Jónasson fyrir Verbúðina

LEIKSTJÓRI ÁRSINS

  • Heimir Bjarnason fyrir Þrot
  • Ása Helga Hjörleifsdóttir fyrir Svar við bréfi Helgu
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Berdreymi
  • Hlynur Pálmason fyrir Volaða Land
  • Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson & María Reyndal fyrir Verbúðina

SJÓNVARPSMANNESKJA ÁRSINS

  • Chanel Björk Sturludóttir
  • Kristjana Arnarsdóttir
  • Kristján Már Unnarsson
  • Steinþór Hróar Steinþórsson
  • Viktoría Hermannsdóttir

TÓNLIST ÁRSINS

  • Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson fyrir Skjálfta
  • Gunnar Tynes fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Alex Zheng Hungtai fyrir Volaða Land
  • Ragnar Ólafsson fyrir Vitjanir
  • Herdís Stefánsdóttir & Kjartan Dagur Holm fyrir Verbúðina

UPPTÖKU- EÐA ÚTSENDINGASTJÓRI ÁRSINS

  • Sturla Skúlason fyrir Sögur verðlaunahátið
  • Björgvin Harðarson fyrir Blindur bakstur
  • Þór Freysson fyrir Mugison og Cauda Collective – Haglél í 10 ár
  • Salóme Þorkelsdóttir fyrir Söngvakeppnina 2022
  • Þór Freysson fyrir Sigurrós í Höllinni

SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS – Almenningskosning

  • Brúðkaupið mitt
  • Gulli byggir
  • Landinn
  • Leitin að upprunanum
  • Söngvakeppnin 2022
  • Stóra sviðið
  • Venjulegt fólk
  • Verbúðin
  • Það er komin Helgi

AÐRAR FRÉTTIR