Search
Close this search box.

Dagsetning

Opnað hefur verið fyrir innsendingar fyrir Edduna 2020

Búið er að opna fyrir innsendingar á kvikmyndum- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2020. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2019. Sjá nánar um innsendingarreglur hér.

Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri Innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp til ÍKSA

http://innsending.eddan.is/

Á fagráðsfundi Eddunnar var tekin ákvörðun að bæta við verðlaunaflokki, Íþróttaefni ársins. 

Gjald fyrir innsent verk í einn af aðalflokkum Eddunar er kr 25.000 kr og innsending í fagverðlaunaflokk kostar kr 5.000 (verð eru án vsk).

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti þriðjudaginn 21. janúar, 2020 og strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf.

Sjá nánar um reglur Eddunnar hér.

AÐRAR FRÉTTIR