Search
Close this search box.

EDDAN

2017

Gunnar Baldursson

Gunnar Baldursson leikmyndahönnuður hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2017 fyrir einstakt framlag sitt til íslenskrar dagskrár- og kvikmyndagerðar.

Gunnar hefur verið að um áratugaskeið og veitt mörgum innblástur. Ófáir úr kvikmyndageiranum standa í þakkarskuld við þennan hæfileikaríka þúsundþjalasmið, almenna dugnaðarfork og frumkvöðul í hönnun, smíðum og frumlegum lausnum í leikmyndahönnun fyrir sjónvarp og kvikmyndir. 

Hann útskrifaðist úr hönnunar- og auglýsingadeild Listaháskóla Íslands árið 1971 og hóf störf hjá leikmyndadeild Sjónvarpsins sama ár. Hann byrjaði ferilinn á því að kynna sér og reyna sig í mörgum hlutverkum en var fljótlega komin í hlutverk leikmyndahönnuðar. Hann stýrði síðar leikmyndadeild Sjónvarpsins um langt skeið. 

Leikmyndir Gunnars eru af öllum stærðum og gerðum og má telja í hundruðum. Hann hannaði meðal annars leikmyndina í kvikmyndum á borð við Óðal feðranna, Hrafninn flýgur og Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Þá hélt hann utan um leikmynd Spaugstofunnar öll árin sem hún var í loftinu. Gunnar var líka lipur brúðugerðarmaður sem gaf meðal annars Glámi og Skrámi, Páli Vilhjálmssyni og Binna bankastjóra form og útlit.