Search
Close this search box.

Dagsetning

Framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021

Kvik­mynd­in Agnes Joy verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2021.  Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands.

93. Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in þann 25.Apríl 2021, en til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna verða kynnt­ar 15. mars 2021.

AgnesJoy-01

Agnes Joy, sem einnig var val­in kvik­mynd árs­ins á Eddu­verðlaun­un­um í ár,  er í leik­stjórn Silju Hauks­dótt­ur, sem enn­frem­ur skrifaði hand­rit mynd­ar­inn­ar ásamt þeim Göggu Jóns­dótt­ur og Jó­hönnu Friðriku Sæ­munds­dótt­ur. Mynd­in hlaut einnig Eddu­verðlaun fyr­ir hand­rit.

Þá hlaut Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir Edd­una fyr­ir leik­konu árs­ins í aðal­hlut­verki, Björn Hlyn­ur Har­alds­son fyr­ir leik­ara árs­ins í auka­hlut­verki, auk þess sem Gunn­ar Árna­son hlaut Edd­una fyr­ir hljóð árs­ins og þau Lína Thorodd­sen og Kristján Loðmfjörð fyr­ir klipp­ingu árs­ins.

Agnes Joy var fram­leidd af Birgittu Björns­dótt­ur og Göggu Jóns­dótt­ur fyr­ir Vinta­ge Pict­ur­es. Hand­ritið er byggt á hug­mynd Mika­els Torfa­son­ar, sem er meðfram­leiðandi mynd­ar­inn­ar ásamt Guðbjörgu Sig­urðardótt­ur.

AgnesJoy-03-01

AÐRAR FRÉTTIR