Dagsetning

Edduhátíðinni 2020 hefur verið frestað

Edduhátíðinni 2020 hefur verið frestað

Því miður hafa mál þróast með þeim hætti að ekki þykir stætt á því að halda mannfagnað á borð við Edduhátíðina á meðan að kórónavírusinn ógnar samfélaginu.

Það er samdóma álit og niðurstaða þeirra sem stýra hátíðinni að henni beri að fresta um óákveðinn tíma uns hlutir hafa skýrst og telja má víst að slík hátíðahöld geti gengið upp á ábyrgan hátt.

Edduhátíðinni 2020 verður því frestað um óákveðinn tíma.

Eddanfrestun

 Við höldum samt áfram þangað til við vitum meira

1. Netvarp Eddunnar hefur verið opnað
Þar geta allir kjörgengir meðlimir ÍKSA skráð sig inn. Innskráning er á slóðinni: https://innskraning.eddan.is/ og notast er við Íslykli eða Rafræn skilríki til innskráningar.

2. Kosning akademíunnar
Kosningin verður rafræn og fer nú fram dagana 17.-24. mars. Ykkur mun berast tölvupóstur með hlekk á kjörseðilinn á hádegi 17. mars.

AÐRAR FRÉTTIR