Search
Close this search box.

Dagsetning

Eddan á laugardaginn

Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 22. febrúar í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum fyrir framan Silfurbergið og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá.

Kynnir kvöldsins verður leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir en ásamt henni munu fjölmargar stjörnur stíga á svið; þekkt andlit af hvíta tjaldinu og sjónvarpsskjánum, sem og fólkið sem að öllu jöfnu starfar á bak við tjöldin og kvikmyndavélarnar.

Alls verða veitt tuttugu og þrenn verðlaun auk Heiðursverðlauna Eddunnar. Þá geta áhorfendur heima í stofu tekið þátt í símaleik og kosið sinn uppáhaldsfrasa úr íslenskri kvikmynd framleiddri fyrir árið 2000. Ríflega sjö þúsund manns tóku þátt í forkosningu símaleiksins sem fram fór á visir.is. Eftir standa þessar fimm fleygu setningar sem kosið verður á milli meðan á útsendingu Eddunnar stendur:

  • Dúfnahólar 10
  • Við erum allir vistmenn á Kleppi
  • Inn, út, inn, inn, út
  • Geri ekki neitt fyrir neinn
  • Engin rúta, langferðabíll

Að horfa á Edduna er góð skemmtun og alltaf má búast við óvæntum uppákomum; delete cookies, hlébarðabúningi, forsetaprentara og slummulöngum sleikum!

AÐRAR FRÉTTIR