Search
Close this search box.

Dagsetning

Eddan 2021 – Tilnefningar kynntar

Íslenska kvikmynda og sjónvarpsakademían (ÍKSA) mun á föstudaginn 26. mars næstkomandi tilkynna hvaða kvikmyndaverk og kvikmyndagerðarfólk hlýtur tilnefningar til Edduverðlauna árið 2021.

Tilnefningarnar verða kynntar á Facebook síðu Eddunnar og á ruv.is frá klukkan 11:00.

Edduverðlaunin eru veitt árlega af ÍKSA, en þau voru fyrst veitt árið 1999.

Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar innsendingarfresti lauk þann 21. janúar sl. höfðu framleiðendur sent alls 146 verk inn í keppnina.

Að auki voru 319 innsendingar til fagverðlauna Eddunnar. Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. desember 2020.

Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk alls 99 talsins. Innsendar kvikmyndir eru 7 og stuttmyndir 11. Heimildarmyndir eru 19 og 17 verk flokkast undir barna og unglingaefni.

Það var í höndum ellefu valnefnda að fara yfir öll innsend verk og velja þau sem tilnefnd eru í samtals 27 verðlaunaflokkum Eddunnar. Endanlegt val er svo í höndum Akademíumeðlima.

AÐRAR FRÉTTIR